Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 50
32
matartilbúningur. Á betri bæjum, prestsetrum og all-
mörgum öðrum efnaheimilum, er matargjörðin víðast í
góðu lagi; en hjá öllum þorra alþýðu er henni rnjög á-
bótavant, margt eyðist að óþörfu og ágætur matur er
skemdur með öfugri aðferð, svo hann hefir miklu minna
næringargildi en annars. Sveitastúlkurnar þyrftu því
margar að taka sér frarn í að læra að búa til góðan og
nærandi, óbreyttan mat af íslenzkum efnum. Fólk er nú
líka sumstaðar farið að innleiða ýrnsan útlendan kaup-
staðamat; hann þykir »fínni« en hinn íslenzki, en er oft-
ast miklu dýrari og næringarminni og auk þess kunna
konurnar sjaldnast að búa hann til. J þessu sem öðru
er bezt að halda sér við góða og gamla landsvenju og
lítilsvirða ekki það, sem innlent er; það er oftast, þegar
öllu er á botninn hvolft, hollast og veigamest. Margar
stúlkur í kaupstöðum og sumar í sveitum eru farnar að
taka upp »danskan« búning, sem oftast er l.angt á eftir
tízkunni. Ef þær vissu, hvaða skrípi þær flestar eru i
augum útlendinga og þeirra, sem þekkja búninga erlend-
is, er eg viss um að þær tækju fljótt upp aftur sinn góða,
gamla og snotra þjóðbúning, sem er miklu hentugri á
íslandi, enda þykir öllum útlendingum hann fagur.
Úr kaupstöðum hefir víða mikil munaðarvörubrúkun
og alls konar óþarfi fluzt upp i sveitir, og menn kaupa
dýru verði marga hluti frá útlöndum, sem þeir hæglega
gætu búið sjálfir til í tómstundum sinum. I sjávarsveit-
um gengur óþarfinn sumstaðar fram úr öllu hófi og hefi
eg á ferðum mínum ritað hjá mér mörg einkennileg
dæmi þar að lútandi. Sveitatízkan og kröfur vinnufólks
leggja nú einnig miklu þyngri byrðar á sveitabændur en
áður var og við það aukast kaupstaðarskuldir og annar ó-
fögnuður. Eftir efnum og ástæðum Islendinga eru mun-
aðarvörukaupin mjög mikil, hér um bil eins mikil eins
og hjá Dönum, sem þó eru margfalt rikari, ein af hin-
í U /