Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 51
0 *)
í
z_
um efnúðustu þjóðum í heimi að tiltölu. íslendingar brúka
árlega n pund af kaffi á mann, Danir 7 pd.; íslendingar
3 pd. af tóbaki, Danir 4 pd.; íslendingar aS'/s pd. af
sykri, en Danir 54 pd.; þar við er þó að athuga, að syk-
ur er í Danmörku mjög mikið brúkaður í mat, i ávaxta-
safa og margt annað iðnaðarkyns, og svo er mest af því
buið til úr sykurrófum, sem vaxa í landinu sjálfu. Þó
er ekki rétt að jafna munaðarvörukaupum íslendinga eins
yfir alt land; í landsveitum er miklu minna keypt af þess-
um vörum en í sjávarsveitum, og í stórum hérnðum, sem
liggja langt frá kaupstöðum, eru þær mjög litið brúkaðar.
Af þessu má ráða, nð eyðslan við sjávarsíðuna hlýtur að
vera afskaplega mikil, enda mun það vera nærri algild
regla á íslandi, að efnahagur sveitanna er því betri, þvi
lengra sem þær eru frá kaupstað. Þó verður að geta
þess, að mjólkurleysi, við sjóinn eykur víða mjög kaffi-
brúkun, sem eðlilegt er. Islendingar sýna nú miklu meiri
dugnað í atvinnuvegum en áður, og hefir tekist að auka
afrakstur landsins stórkostlega, svo verzlunarmagnið hefir
meir en tvöfaldnst á hinum seinustu 50 árum; en menn
hafa ekki að sama skapi lært að hagnýta efni sín og
stendur það eflaust í nánu sambandi við verzlunarólagið.
Arið 1897 keyptu íslendingar munaðarvörur fyrir 1991
þús. kr., en allur afrakstur af landbúnaði, sem í verzlun
kom var 1693 þús. kr., hrökk ekki nærri fyrir munaðar-
vörunum. Þetta þætti ekki beysið búskaparlag hjá ein-
stökum manni. Eg er alveg viss um, að íslendingar lifðu
jafn-góðu lífi þó þeir drægju af sér svo sem fjórða part
af þessum 2 miljónum, sem í munaðarvöru ganga, en
hvað mætti ekki slétta mörg tún og bæta hag landsins
og vellíðan manna á annan hátt með þessari */í miljón?
Og þar skapaðist árlega höfuðstóll, sem gæfi vexti fyrir
alda og óborna. Þetta hlýtur nú samt alt að lagast með
tímanum með vaxandi menningu og þroska.
3