Andvari - 01.01.1901, Side 53
3 S
Það sést alstaðar, að sjálfsafneitun er örðugur lærdómur;
menn eiga ilt með að neyta sér um nautn í svipinn, til
þess að fá velliðan í framtíðinni. Það er þó auðséð á
öilu, að Islendingar eru nokkuð farnir að temja sér þessa
list; það sést á fé í sparisjóðum og öllum framförum
landsins; en því lengra sem menn komast í þessu efni,
því meiri verður velliðan þjóðfélagsins og einstakling-
anna.
Landbúnaði heflr, eins og sést á búnaðarskýrslum,
farið allmikið fram, en bændur eiga eins og kunnugt er
við marga örðugleika að striða, fjármarkaðurinn er nú
miklu verri en fyrir nokkurum árum, og vinnufólk fátt
og kaupdýrt; þó hefi eg heyrt bændur kvarta mest undan
því, hve kröfur manna til lífsins væru auknar, svo þeir
fengju eigi staðist. Af þessu leiðir, að mjög örðugt er
að búa á stórum jörðum, sem eru vinnufólksfrekar, en
hagsýnir tnenn á smákotum búa oft bezt, þeir sem geta f
komist af með eigin vinnukraft og barna sinna. Alveg'
sömu kvartanir heyrast nú í Danmörku og öllum lönd-
um; vinnufólkið streymir í stórbæina, finst kaupið vera
þar hærra, en gáir ekki að því, hve lífið þar er miklu
dýrara, ímyndar sér þar sé nreira frjálsræði, meiri glaum-
ur og gleði; en lendir þúsundum sarnan í sulti og seyru,
sekkur og hverfur í sora mannhafsins. Hitt, sem eftir er,
lætur sér ekki segjast, en á að stríða við sífelda löngun í
bæjarglauminn og fer þangað eins fljótt eins og það get-
ur. Þessi sama tilhneiging var einnig algeng á afturfara-
artíma Rómaveldis, svo heil héruð urðu auðnir, og telja
því margir vitrir rnenn þenna fólksstraum til bæjanna
tímans tákn og afturfararmerki. Eg læt alveg ósagt, hvort
svo er; en víst er urn það, að stórbæirnir erlendis spilla land-
búnaðinum, þó þar sé á hinn bóginn góðir markaðir fyr-
ir afurðir landsins. A svipaðan hátt mun straumurinn til
3*