Andvari - 01.01.1901, Síða 55
37
hefi líkrt töluvert kynst sveita- og alþýðufólki í öðrum
löndutn. Alyktun mín er sú, að íslenzkir sveitamenn í
bóklegum ábuga, að almennri greind og almennri ment-
un standi töluvert hærra og sumstaðar jafnvel tniklu
hærra en fóllt á sama stigi mannfélagsins i öðrum lönd-
um, en i nýtni og verldegri hagsýni og kunnáttu skör
neðar. Utlendingar bera oss á brýn, að vér séum óprakt-
iskir, lifum í hugsjónum og vanti hyggindi sem i hag
koma; því miður er alt of mikið satt i þessu; en þetta
er þó að lagast; það er ekki von að verkleg kunnátta og
hagsýni standi hátt hjá þeim mönnum, sem í margar
aldir hafa lifað eins og mýs undir fjalaketti og ekkert
séð fyrir sér i þeim efnum, og því meiri furða er, hve
mikilli almennri menningu íslenzk alþýða hefir getað hald-
ið. Það er svo góður efniviður í alþýðu á Islandi, að
hún er fær í flestan sjó, ef henni er sómi sýndur. Þess
er víst hvergi dæmi í öðrum löndum, að 'bændur og
vinnumenn lesi eins mikið af bókum og blöðum eins og
á Islandi, og af þessu er líka hægra að fá islenzka al-
þýðu til \ iðtals en annarstaðár. Á hinum seinasta ald-
arfjórðungi hafa svo margar nýjungar og nýjar hugmynd-
ir streymt inn yfir Island, að lítil von var á, að alþýða
gæti melt þetta alt; þó hefi eg oft í viðtali við íslenzka,
reynda og ioskna bændur orðið hissa á þroska þeim og
dómgreind, sem lýsti sér í hvivetna. Alþýðumentunin
er þó mjög mismunandi í ýmsum héruðum og sumstað-
ar er hún á lágu stigi.
Á hinum seinasta fjórðungi 19. aldar hefir verið
prentað miklu rneira af bókum og blöðum en nokkuru
tíma áöur; hefir sumt verið gott, en sumt ltka létt á
metunum. Rímnakveðskapur mun nú því nær alstaðar
horfinn, sögulestur er enn þá töluverður, en þó minni
en áður var; í sveitum eru margir vel að sér í fornsög-
unum, en í sjóplássum og bæjum mun þekkingin í því