Andvari - 01.01.1901, Page 56
efni viða vera mjög lítil. Hinn mikli blaðagrúi, sem
upp hefir sprottið á seinni árum, hefir bæði gert gagn
og ógagn. Með gagninu tel eg það, að blöðiu hafa flutt
miklu meiri fréttir, tíðari og ítarlegri en áður og margar
fræðandi, leiðbeinandi og hvetjandi greinir, en aftur á
móti hafa þau líka flutt margt léttmeti, persónulegar og
smásmuglegar illdeilur og annan þvætting, og svo hafa
þau til muna spilt fyrir bókakaupum. Þetta mun nú
eins í öllum löndum, og varla að búast við að vér för-
um varhluta af kostum og ókostum blaðamenskunnar.
í fyrri daga trúðu menn öllu, sem kom á prent í blöð-
unum; en nú er reynslan búin að sýna »að manneskj-
urnar eru ekki eins góðar og þær ættu að vera«, og þar
af leiðir, að menn nú bera miklu minni virðingu fyrir
blöðunum, og hefi eg oft til sveita Iteyrt mjög misjafn-
lega lagt til þeirra.
Þrátt fyrir ýmsa galla á blaðamensku vorri verð-
um vér þó yfirleitt að telja blöð nútímans allmikla fram-
för frá því sem áður var; þó hefir hinum ytra frágangi í
Revkjavíkur-blöðunum mjög farið aftur á seinni áruni.
Islenzka alþýðu vantar mjög góðar alþýðubækur og
ætti þing og stjórn að sjá um, að úr þvi bættist; það
þyrí’ti ekki að kosta mikið; nokkurar þúsund krónur til
Þjóðvinafélagsins á ári gætu bætt úr hinum mesta skorti,
og væri því fé vel varið. Þjóðvinafélagið hefir prentað
ágæt rit, en þau eru of fá. Búnaðarrit Hermanns Jónas-
‘sonar inniheldur lika margar ágætar ritgjörðir, en því
miður hefir það ekki næga útbreiðslu, líklega af því, að
ekki hefir nægilega verið »agiterað« fyrir því. Það er
ekki nóg að kenna mönnum að lesa og skrifa; þeir verða
líka að fá hentugar bækur að lesa; það er ekki til neins
að fá manni hníf og spón, ef hann ekkert fært að borða.
Nárnfús alþýðumaður getur nú sem stendur ekki fengið
neina fræðslu að mun um náttúru þess lands, sem hann