Andvari - 01.01.1901, Side 57
39
lifir í, eða um sögu landsins á ýmsum tímum; hann á
mjög örðugt með að afla sér þekkingar á bókmentum
vorum að fornu og nýju og hafa þær þó á öllum öld-
um mörg gullkorn inni að halda. Ef alt þetta væri lagt
fyrir íslenzka alþýðu í laglegum biiningi, mundi það
sannarlega styrkja þjóðernistilfinninguna og vekja hlýjan
hug til landsins og þjóðfélagsins.
Það er almennur misskilningur, að almenn mentun
sé innifalin í þvi, að allir verði jafn-mentaðir; það var
hugsjón 18. aldar, sem aldrei getur uppfylst, því það
stríðir móti öllum lögum náttúrunnar. Það eru ekki nema
sumir, sem geta tekið á móti mentun að mun; sumir eru
fæddir þorskhausar og verði aldrei annað, en þeir geta
sumir hverjir verið góðir og gagnlegir fyrir mannfélagið
eins fyrir það. En það er skylda þjóðfélagsins að sjá um,
að þeir, sem hæfileikana hafa, eigi kost á að nota þá sér
og landinu til gagns, en það er að eins hægt með hæfi-
legum bókum og mentastofnunum. Alþýðuskólamál vor
eru enn stutt á veg komin, af því að þingi og þjóð er
enn ekki fullkomlega farin að skiljast hin mikla þýðing
þeirra. A þessi mál vantar enn fasta skipun frá hálfu
löggjafarvaldsins; einstakir menn hafa þegar miklu til
leiðar komið, þrátt fyrir rótgróna hleypidóma, og eiga þeir
mildar þakkir skilið. Það mun einsdæmi í nokkuru landi,
að þeir, sem kennaramentun hafa og kennarapróf, eru
engu rétthærri til kennarastöðu eu umrenningar, sem
ekki hafa annað til síns ágætis en að þeir eru »billegir«.
Hin mesta framför, sem orðin er á Islandi á 19. öld,
er vaknaður áhugi á framförum; alþýða er nú búin að
íá fulla vitneskju um, að umbætur þurfi. Þetta er grund-
völlurinn, senr alt verður að byggjast á; hann var enn
ekki til á 18. öld og því varð lítið úr öllu framfarabrask-
inu, þrátt fyrir dugnað einstakra manna. Þá lá almenn-
ingur í dauðamóki; nú vilja flestir áfram, hugsa um fram-