Andvari - 01.01.1901, Page 58
4°
farir, tala um framfarir og framkvæma nokkuð, þó margt
sé fremur í orði en á borði. Mönnum hættir við að
vera mjög stórhuga, og láta hugsjónirnar íáða miklu, en
af því að máttinn vantar til stórræða, dettur framkvæmd-
in stundum niður þegar minst varir. Svo er auk þess
ýmislegt hjá oss, eins og öðrum þjóðum, er oft spillir
frutnförunum, sérstaklega ósamlyndi og öfundsýki. Þegar
einhver ætlar að byrja eitthvað nýtt, heyrast oft getsaldr
og dylgjur um frnmkvöðul fyrirtækisins, að hann muni
ætla sér að hafa hag af því, sé að brjóta upp á þessu af
því hann ætli að reita sér eitthvað o. s. frv. Erfiðið og
fyrirhöfnina má hann gjarnan hafa, en ómögulega neinn
hag af því. Þetta er mjög óviðkunnanlegt að sjá í blöð-
unum, hve oft menn gjöra hver öðrum getsakir og bregða
hver öðrum um illar iivatir, þó ekki sé minsta ástæða til
slíks. Þetta drepur margar góðar framkvætndir í fæð-
ingunni; því það eru ekki aliir, sem hafit þann hákarls-
skráp, sem þolir alt nart og illmæli. Það sést á sögu
íslands á öllum öldum, að ósamlyndið hefir verið mikið
böl fyrir land og lýð; það hefir oft beinlínis haldið þjóð-
inni niðri, þegar tiltök voru fyrir hana að reisa sig við.
»Einrænir eruð þér Islendingar og ósiðblandnir* var sagt
um oss í fornöld, og eimir ekki lítið eftir af þessu enn;
allmargir eru stirðir nokkuð og eiga ilt með að haga sér
eftir kringumstæðum, en slíkum mönnum fækkar, síðan
samgöngurnar urðu örari. Félagslífið er nú alt að verða
fjörugra, alþýða hefir oft samkomur og hátíðahöld, ferð-
ast mikið með strandbátunum og sér önnur héruð; en
alt þetta hlýtur að víkka sjóndeildarhringinn og gjöra
lífið glaðara og skemtilegra. Hið gamla íslenzka ósam-
lyndi kemur bezt fram i blöðunum; þar rifast menn um
alt mögulegt og oft um þá hluti, sem engu blaði utan
lands dytti i hug að gjöra að kappsmáli, enda þykir út-
lendingum, senr skilja íslenzku, blaðadeilur vorar æði-