Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 59
A1
glæfralegar. Það er sama um hvað er talað, stafsetning,
þdfnamyndun eða annað; þó umræðurnar byrji hóflega,
enda þær alt af með ástæðulausum fúkyrðum og stór-
skömmum. Okurteisi sú, sem menn jafnaðarlega sýna
hver öðrum í ritdeilum um almenn mál, er i sjálfu sér
ekkert annað en andlegur óþrifnaður. En það er vonin,
ástkæru landar, að með vaxandi heimilis-þrifnaði aukist
hið andlega hreinlæti, og að menn minnist þess, sem
Konungs-skuggsjá segir: »Þat er ok siðgæði, at sjá vel
við munneiðum ok bölbænum, eða gauðrifi ok öllu öðru
tunguskæði«.
Æði-ólíkt er það nú þvi er áður var, hve mildð al-
þýða tekur þátt í opinberum málum, og virðist mér hún
gera það alveg eins myndarlega eins og alþýða i öðrum
löndum. Það heyrist stundum sagt, að almenning á ls-
landi vanti pólitiskan þroska; eg sé ekki að hann í þvi
efni standi neitt á bak almenningi í öðrum löndum. En
hvað er pólitiskur þroski? Einn segir þetta, annar hitt.
Vanalega álítur hver þann pólitiskt þroskaðan, sem er á
sama máli og hann sjálfur, eða að minsta kosti fylgi-
spaknr. Alþýða hefir nú göða æfingu í ýmsum nefnd-
um og á mannfundum í því að ræða um almenn mál, og
vex þannig smátt og smátt í greind og reynslu. Ekki
lieíi eg getað fundið, að almenningur hefði neinn veru-
legan áhuga á stjórnarskrármálinu; það eru að eins fáein-
ir menn hér og hvar, sem það hafa. Þó getur verið að
þetta hafi breyzt tvö síðustu árin, ef nokkuð er að marka
gauragang þann, sem var við síðustu kosningar. Það er
alment að heyra alþingi ámælt fyrir ýmislegt, og á þing-
ið það þó vissulega ekki skilið, eins mörgu góðu eins og
það hefir á margan hátt til leiðar komið; en ekki er hægt
að gjöra öllurn til hæfis. Þegar á alt er litið, hefirþing-
ið með heiðri og sóma staðið í stöðu smni, og er það
vottur um þroska og góðar framtiðarhorfur fyrir þjóðfé-