Andvari - 01.01.1901, Qupperneq 61
43
um hreyknir af því, sem vér á örstuttum tíma, seinasta
fjórðungi 19. aldar, höfum afrekað, þá er þó ekki laust
við ýmsar raddir heyrist stundum, sem telja alt í aftur-
för, segja ólifandi á Islandi og þar enga framtíðarvon.
Það virðist stundum koma i menn einhver kvíði, einhver
óþreyja eða óþolinmæði, svo þeim finst alt ilt á íslandi
og ímynda sér í einfeldni sinni, að alt sé betra í öðrum
löndum. Þessi sýking breiðist stundum yfir stór svæði,
eins og »inflúenza«, og stórir hópar fara vestur um haf
alveg ut í óvissu, týna þjóðerni sínu fyr eða síðar og
ganga þannig fyrir ætternisstapa. Slíkt óyndi í átthög-
unum er því undarlegra, þar sem íslenzkri alþýðu
í heild sinni óefað nú líður betur að öllu samtcldu en
nokkurn tíma áður; slíkt getur hver beinlínis sannað,
sem nokkuð þekkir sögu landsins til muna. Eftir minni
eigin þekkingu og reynslu i útlöndum get eg heldur ekki
séð, að almenningi erlendis, sem stendur á sama stigi í
mannfélaginu eins og íslenzk alþýða, líði betur; þvert á
móti líður alþýðu víða ver og hún hefir oft við mikla
örbirgð að búa, að eg ekki nefni hið persónulega frelsi,
sem hvergi er meira en á íslandi.
Þessi óþreyja er raunar mjög skiljanleg á þessum
mikla breytingatíma, þegar svo mikilli skæðadrífu af ný-
jungum rignir yfir fólkið, svo hinir lítilsigldari geta ekki
áttað sig á öðru en þvi, að þeim líði ekki eins vel eics
og þeir vildu óska, en annarstaðar sé afkoman miklu
betri; það sé auðséð á lýsingunum. Eg man eftir því,
þegar eg var unglingur, hve ákaflega mikil áltrif greinar
í Norðanfara um dýrðina í Brasilíu gerðu á fóik í minni
sveit; en engin fregnin var þó eins áhrifamikil eins og
sú, að þar kostaði kaffi-pundið bara 4 skildingal Hvað
er annars orðið af þeim Islendingum, sem til Brasilíu
fóru? Dauðir, týndir, tapaðir! Eg hefi oft orðið samferða
hópum af Ameríkuförum á leið til Skotlands, og hefi