Andvari - 01.01.1901, Síða 62
44
spurt mjög marga, hvers vegna þeir færu, og vanalega var
niðurstaðan sú, að þeir ekki eiginlega vissu það sjálfir.
Manni getur ekki annað en runnið til rifja að sjá þessa
hópa, setn á skipunum hafa aðbúnað eins og dýr, eru
reknir áfram eins og kvikfé, og hrekjast af Örlögunum
úr ætthögum sínum, mállausir og allslausir, í ókunn, fjar-
læg lönd, þar sem alt er öðru vísi en þeir hafa vanist.
Sumum gengur eflaust allvel vestra, en fyrir fjöldanum
liggur æfilangt strit og stríð, miklu meira og harðara en
þeir hafa þekt á Islandi. En til hvers er þá eiginlega
verið að fara? Eg hefi aldrei þekt duglegan og hagsýn-
an mann á Islandi, sem ekki hefir haft sæmilega afkomu.
Ameríka er hvorki verri né betri en önnur lönd, fólki
gengur þar eins og annarstaðar upp og niður, og í öll-
um löndum í heimi eru mannflokkarnir svipaðir; örfiíir
ríkir, nokkrir efnaðir, alimargir milli húsgangs og bjarg-
álna, en flestir hanga á horriminni og komast aldrei
úr kútnum.
Oss þykir öllum ilt að hafa mist marga góða drengi
vestur um haf, en óskum þeim allra heilla, og að þeir
vaxi að efnum og andlegri atgjörvi. Oss má þykja vænt
um það, sem þeir geta unnið saman við frændur sína á
Islandi í þvi er snertir aukna menningu hins íslenzka
þjóðflokks; en það er ekki rétt af þeim að vekja ástæðu-
lausan óróa hjá frændum sinurn heima og vantrú á land-
inu, eða teygja menn með gyllingum, sem aldrei rætast.
Eari þeir sem fara vilja og komi þeir sem koma vilja.
Vér Islendingar höfum miklu meiri ástæðu til þess að
hafa vantrú á framtíð liins islenzka þjóðflokks í Ameríku.
Sira Jón Bjarnasón og aðrir hafa með miklum dugnaði
reynt að halda hópnum saman; en hvaða árangur hefir
það í framtíðimni? Þeir flétta reipi úr sandi; alt verður
á endanum að molum og mylsnu. Fyrir hvern einstak-
ling væri það eflaust bezt, að þeir týndu þjóðerninu