Andvari - 01.01.1901, Page 63
45
sem í'yrst, enda mun þess ekki langt að bíða; gamla
fólkið deyr og með því endurminningin um gamla land-
ið og ástin til þess; unga fólkið sáldrast niður úr og
verður al-enskt. Til Danmerkur hafa fjöldamargir Islend-
ingar flutt sig fyr og síðar, og þess munu varla dæmi,
að þeir hafi haldið þjóðerni sínu lengur en einn ættlið;
Islendingar eru rajög fljótir að samlagast öðrum þjóðum
og börnin gleyma oftast algjörlega ættlandinu. Hið eina
ráð til þess að halda við íslendinga-bygðinni vestra er
stöðugur vesturfara-straumur heiman að, eins og alt af er
barist fyrir. Lífróður sira Jóns og háseta hans er því
alveg eðlilegur og skiljanlegur. Slíkt viðhald á íslenzku
þjóðerni í Kanada er alt of dýrt »sport« og slæm »bus-
iness« fyrir oss Islendinga. Landið hefir þegar iiðið mik-
ið tjón við Ameríkufarir, mist mikinn dýrmætan vinnn-
kraft, og sumstaðar hafa bæir og jafnvel heil bygðarlög
lagst í eyði (Þistilfjörður). Og hvað höfum vér svo feng-
ið í staðinn? Eg er því miður svo ófróður, að eg get
ekki svarað þeirri spurningu.
Þess er oft getið í gömlum ferðabókum, að íslend-
ingar elski svo land sitt, að þeir ætli að springa af harmi
ef þeir neyðast til að dvelja erlendis, og viðkvæði þeirra
sé jafnan hið sama »að Island sé hið bezta land er sólin
skíni á«; jafnvel skepnurnar hefðu stöðugan þráa til Is-
lands, ef þær væru erlendis. Ensk bók frá 17. öld1 get-
ur um íslenzkan hest, sem fluttur var frá íslandi til Eng-
lands, og var hafður á beit nærri Yarmouth, en af ó-
stöðvandi löngun til átthaganna var varia hægt að hemja ;
hann, hann steypti sér hvað eftir annað i sjóinn og I
synti langt á haf út til þess að komast til íslands. Svona
áköf heimþrá er víst orðin sjaldgæf nú á dögum; en hver
íslendingur, sem í útlöndum dvelur, mun þó jafnan finna
1) Sir Thomas Browne’s Works IV.