Andvari - 01.01.1901, Síða 64
46
hjá sér þrá og hlýjan hug til átthaganna, hvernig sem
kjör hans eru, og hvar sem hann dvelur mun hann al-
drei gleyma jöklalandinu, »þar sem um grænar grundir
líða, skínandi ár að ægi blám«. Hvar sem farið er um
heiminn mun heldur ekki hægt að finna eins »undarlegt
samband af frosti og funa, fjöllum og vötnum og hraun-
um og sjá«. Hvar sem eg hefi farið um önnur lönd,
um Ítalíu, Alpafjöll eða annarstaðar um norðlægari fjöll
og héruð, hefi eg hvergi séð aðra eins fegurð, annan
eins dýrðarljóma og laðandi afl nátturunnar, aðra eins
þögula tign eins og stundum á fögrum sumarkvöldum
milli jökla á öræfum Islands, þar er alt svo hátíðlegt,
hreint og skært, það er eins og maður fái nokkur augna-
blik leyfi til að Hta inn í eilífðina. Eg er sannfærður
um, að öllum íslendingum, sem hafa opið auga fyrirfeg-
urð náttúrunnar, þyki landið sitt fagurt og frítt, og það
væri óskandi og vonandi, að menn sýndu ræktarsemi
sína við fósturjörðina í verkinu, með því að hlúa að
henni og gjöra hana sem hentugastan bústað fyrir niðja
vora, og að þær tilraunir, sem byrjaðar eru í þessa átt,
megi aukast og margfaldast á 20. öldinni, eftirkomendum
vorum til blessunar.
En það er ekki nóg að menn elski landið; menn
verða líka að hafa ást á þjóðinni og íslenzku þjóðerni.
Vér getum allir sýnt þjóðrækni vora í verkinu, beinlínis
og óbeinlínis; vér getum allir unnið landinu gagn og
sóma, ef hver og einn eftir fremsta megni gegnir skyldu
sinni í sínum verkahring. Þjóðernistilfinning Islendinga
er vissulega sterk; en hún kemur ekki eins fram í al-
meimu lífi eins og vera ætti. Vér erum mjög hörund-
sárir, ef vér heyrum ámæli útlendinga, og verjum þjóðina
af kappi; en þó kunnum vér ekki alt af að meta sjálfa
oss tilhlýðilega gagnvart því, sem útlent er. Frændur
vorir í Noregi eru oss í þessu efni miklu fremri; þeir