Andvari - 01.01.1901, Qupperneq 65
47
halda öllu a lofti, sem innlent er, og halda fram sóma
sinum og stórvirkjum inanna sinna, og vekja þannig at-
hygli annarra þjóða. Þjóðhátiðir og aðrar samkomur,
sem haldnar hafa verið hin seinni ár, eru spor í áttina
til þess að glæða þjóðernis-tilfinninguna, en ótal fleira
þyrfti og mætti gjöra. Vér ættum miklu betur en hing-
að til að vekja tilfinning lýðsins fyrir sögu vorri og bók-
mentum og fornum »kultúr«, sem lýsir sér í ótal-mörgu,
í fögrum þjóðsögnum og kvæðum og fornum söng, t
verklegu listasmíði, útskurði, útsaumi, silfursmíði og öðr-
um listiðnaði, sem útlendir dást að, en því miður
er að kulna út og hverfa úr landinu sjálfu. Vér þurf-
um oftar i blöðum og riturn, með samkomum og öðru
að minnast tyllidaga þjóðarinnar og þeirra framliðnu
merkismanna, sem hafa gjört landinu gagn og sóma;
slíkt gjöra aðrar þjóðir, en vér sjaldan eða aldrei. Urn-
fram alt þurfum vér að lífga og glæða ást til föðurlands-
ins hjá börnunum og æskulýðnum. ] Danmörku og öðr-
um löndum er ótrúlega mikið starfað að því, að gróður-
setja föðurlandsást í hjörtum barnanna; til þess að sjá
þetta þarf eltki annað en líta í útlendar barnabækur, lestr-
arbækur og skólabækur; þar er þjóðernistilfinningin sá
möndull, sem alt snýst urn. I þessu efni eigum vér enn
margt eftir að Iæra.
A hinni tuttugustu öld, sem nú fer í hönd, liggur
fyrir oss Islendingum rr.ikið starf: að byggja upp þjóð-
félagið og styrkja það, líkamlega og andlega. Vér stönd-
um nú miklu betur að vígi en í uppbafi 19. aldar; fram-
farirnar eru byrjaðar og töluverður rekspölur kominn á
þær; hálfnað er verk þá hafið er, og fyrstu sporin eru
vanalega liin örðugustu. Hf 20. öldin á að fullkomna
störf hinnar 19. aldar, til farsældar fyrir hina íslenzku
þjóð, eru þrjú atriði, sem helzt koma til greina. Vér
verðurn: 1, að auka og efla hinar verklegu framfarir; 2,