Andvari - 01.01.1901, Síða 66
48
styrkja þjóðermð og hið andlega líf; 3, uppala þjóðina og
glæða hinar siðferðislegu tilfinningar.
Eigi hinar verklegu framfarir að koma að fullurn
notum, verðum vér ítarlega að kynna oss ndttúrn lands-
ins og allar þær auðsuppsprettur, sem íólgnar eru i jörð
og sjó, og hagnýta oss náttúrukraftana, sem vér getum
bezt, í nánu samræmi við eðli og háttu þjóðarinnar. Ef
þessu á að verða framgengt, verðum vér, eins og allar
siðaðar þjóðir, að byggja á grundvelli náttúruvísindanna;
þau eru í raun réttri ekki annað en kjarninn af allri
reynslu og tilraunum mannkynsins. Það eru lítil líkindi
til þess, að vér getum orðið auðug þjóð, eins og hinar
stóru verzlunarþjóðir; en það er líka mjög efasamt, hvort
nokkuð væri unnið við það. En það virðist ekkert vera
því til fyrirstöðu, að vér getum orðið efnuð bjóð, og úr-
valsþjóð að líkamlegri og andlegri atgjörvi. Þetta getur
alt orðið, ef viljann ekki vantar, og allir leggjast á eitt.
Hver og einn getur unnið að framförum þjóðarinnar, í
hvað lítilmótlegri stöðu, sem hann er, ef hann að eins
gjörir verk sitt vel og uppfyllir skyldur sínar gagnvart
sjálfum sér og þjóðfélaginu. Þegar vér nú á seinni
hluta 19. aldar fórum að eiga með okkur sjálfir, vorum
vér eins og frumbýlingar, sem komu að niðurníddu koti,
sem er gæðakot í sjálfu sér, ef vel er á því búið. Það
er enginn efi á því, að vér með framsýni og dugnaði
getum gert kotið að fyrirmyndarbýli og búið þar í friði
og ánægju, eins og Eggert Olafsson lýsir svo fagurlega
í »Búnaðarbálki«. Horfurnar eru nú allar aðrar en fyr,
og ef menn hugsa um sjálfs síns og landsins gagn í
framtíðmni, verður hagur Islendinga allur annar en hann
var á fyrri öldum. Þó náttúran sé haiðari að sumu leyti
á íslandi en í suðlægum löndum, þarf það ekki að fæla
neinn frá að bjarga sér. Hörð náttúra hefir alstaðar
skapað þrekmiklar þjóðir, og þegar litið er yfir heiminn,