Andvari - 01.01.1901, Qupperneq 67
49
sést það fljótt, hve illa er búið einmitt í frjósömustu
löndunum. Eg set hér til athugunar það sem Baldvin
Einarsson sagði 1830, því »Armann á alþingi« er nú í
fárra manna höndum: »Það eru ekki landkostir og blíð-
viðri, og gull og silfur og eðalsteinar, sem gerir þjóðirn-
ar farsælar og voldugar og ríkar, heldur það hugarfar
eða sá andi, sem býr í þjóðinni. Hann er eins og sálin
i mannlegum likama; sá sem hefir skarpvitra og æfða sál,
hann getur komið þúsund sinnum meiru til leiðar en sá,
sem hefir sljóva sál og veika, þó hann hafi sterkan lík-
ama. Eins eru þjóðiruar; hvað stoðar það, að ein þjóð
hefir allsnægtir i sínu landi, ef hún kann ekki að afla
þess, eða viil ekki afla þess, og hvað stoðar það að hún
afli þess, ef hún kann ekki eða vill ekki færa sér það í
nyt? Hvað mun valda því, að Spánn hefir eigi meira en
þriðjung þeirrar fólkstölu, sem er í Frakklandi, og hefir
þó land það nærri því eins mikla víðáttu, og eins góða
landskosti að náttúrunni? Ekkert annað en að hugarfar
Spanskra og kunnátta er miklu lakari en Franskra1.
Hvað mun valda því, að Tyrkjalöndin, sem eru hverju
landi frjósamari og betri, eru svo fábygð, að eigi er þar
meira en tíundi partur fólkstölu þeirrar, er þar mætti
vera, hvað mun valda þvi annað en það, að hugarfar
Tyrkja er dofið og kunnáttan lítil? Og hvað var það
annað en andi sá og kraftur, sem í oss bjó, sem gerði
oss svo farsæla í fyrndinni? Hér sjáið þér, hvað mikið
ríður á hugaríari eða anda þjóðanna«.2
Margur efnalitill maður hefir meiii virðingu og á
1) Frakkar eru enn stórefnuS þjóð, sem hefir þolaS
ógurleg útgjöld og stórkostlegar styrjaldir, an þess verulega
liafi séS á efnahag þeirra, en þeir búa í frjósömu landi og
eru ákaflega iðnir, nýtnir og sparsamir.
2) Ármann á alþiugi II. bls. 47—48.
4