Andvari - 01.01.1901, Síða 68
5°
hana fremur skilið en stórríkur burgeis, og eius er með
þjóðirnar. Maður sá, sem er þroskaður á sálu og lík-
ama, er vandur að virðingu sinni; eins ættu þjóðirnar
að vera. Smáþjóðir hafa oft komið miklu til leiðar, og
haft stóikostlega þýðingu fyrir menningu heimsins. Ef
vér Islendingar erum nokkurn veginn sjálfstæðir í efna-
legu tilliti og vörumst ölmusugjafir annarra þjóða, sem
oft fremur .spilla en bæta, ef vér fullkomnum sjálfa oss
og leggjum eftir megni skerf vorn til vísinda, lista og
bókmenta, er enginn efi á þvi, að vér náum fullri virð-
ingu annarra þjóða, þó vér séum fáir og smáir. Það er
ekki þýðingarminna fyrir þjóðirnar heldur en fyrir ein-
staka rnenn, að þeirra sé að góðu getið. Ef vér viljum
ná fullum þroska og þjóðþrifum, verður vér umframt alt
að byggja á þjóðlegum grundvelli; það hafa allar þjóðir
gjört, sem lengst hafa komist. Notum alt gott, sem frá
útlöndum kemur, ef það á við landsháttu og aðrar kring-
umstæður, en vörumst að apa alt eftir utlendingum, því
það er sannarlega ekki alt eftirbreytnisvert, sem þeir hafa
fyrir oss; látum heldur ekki misjafna útlendinga fá tang-
arhald á oss í fjármálum eða öðru; þvi þar er engin
miskunn hjá Manga. Mammon er víðast hvar í útlönd-
um hinn æðsti guð, og honum stendur á sama, hverju
honum er fórnað. Offljótar breytingar í útlent snið
gjörðu íslandi mikið tjón í lok 18. aldar, og þær geta
komið svo miklu losi á þjóðfélagið, að það bíður þess
aldrei bætur. Urn fram alt þarf að sníða sér stakk eftir
vexti, fara varlega, reisa sér ekki hurðarás um öxl, og
leggja nákvæmlega niður kostnað og ábata; en það er oss
Islendingum ekki ætíð tamt. Samgöngurnar við önnur
lönd aukast nú óðum, og er það að mörgu mikill hagn-
aður fyrir oss íslendinga; en þenn fylgir á hinn bóginn
nokkur hætta; vér drögumst inn i hina nfiklu samkepnis-