Andvari - 01.01.1901, Side 69
hringiðu heimsins, og þar verðum vér að fara gætilega;
báturinn. okkar er veikur, og þolir ekki miklar ágjafir.
Það sem mest ríður á er andlegt uppeldi þjóðarinn-
ar; það er grundvöllur allrar velmegunar og vellíðunar.
Sú þjóð, sem hefir siðferðislegt þrek, fær alt annað leik-
andi og svo sem af sjálfu sér. A hinum siðasta aldar-
fjórðungi lýsir það sér í mörgu, sem hér því miður yrði
of langt að rekja, bæði í kirkjulífi voru og hinu borgara-
lega félagi, að upp er sprottinn rnikill nýgræðingur sið-
ferðislegrar menningar; hlúum að honum, svo hann vaxi
og verði fagurlaufgaður skógur á 20. öld; týnum burtu
illgresið og sveppana, sem geta grandað honum. Ment-
un og vísindi eru hin ágætustu vopn mannlegs anda, til
þess að hefja félagslífið til fullkomnunar og framfara; en
því að eins koma þau að notum, að siðferðisgrundvöllur
þjóðarinnar sé tryggur og traustur. Uppeldi þjóðarinnar
byrjar við móðurbrjóstið; því meira þrek, því meiri sjálfs-
afneitun sem hver meðlimur félagsins lærir í föðurhús-
um, því meiri verður vöxtur og þroski þjóðlíkamans.
Miljónir af einstökum smádýrum byggja i sameiningu
kórallaeyjar írá mararbotni. Hin mesta uppgötvun nátt-
úruvísindanna á 19. öld er sú, að ekkert efni, enginn
kraftur getur orðið að engu, breytist að eins og kemur
frarn í öðrum myndum. Alveg hið sama sýnir sig í
þjóðlífinu; hver framkvæmd einstaklingsins, andleg eða
líkamleg, kemur einhverju á stað, og verður að einhverju;
hvort sem steinninn, sem kastað er í pollinn, er stór eða
lítill, breiðast öldur frá honurn á allar hliðar. Þjóðlífið
er ekkert annað en »summan« af öllum þessum öldum,
og því hefir hver einasti einstaklingur og hver einasta
framkvæmd hans góð eða ill áhrif og þýðingu fyrir heild-
ina. Það er því aðal-verkefni hvers þjóðfélags, og heilög
skylda, að auka tölu þeirra, sem góðir eru og gagnlegir,
4*