Andvari - 01.01.1901, Page 72
54
kúlu í Svínadal, kannaði Svínavam nokkuð og hélt svo
vestur í Vatnsdal. Ur Vatnsdalnum vestur í Víðidal og
með Víðidalsá fram í Kolugljúfur. Frá Viðidalstungu fór
eg vestur að Melstað og þaðan fram með Miðfjarðará, alt
fram að Bláhyl í Vesturá. — Sneri eg þar við 9. ág. og
hélt út með Miðfirði, út á Vatnsnes og þaðan 'inn í Vest-
urhóp. Kannaði Vesturhópsvatn frá Breiðabólsstað. Þaðan
fór eg að Þingeyrum og út að Bjargósi og Húnaósi. Frá
Þingeyrum hélt eg svo út á Blönduós og þaðan út á
Skaga alt að Höfnum. Sneri eg þar við og fór um Nes-
in og inn á Skagaströnd. Var ferðalagi mínu lokið
þar, því þaðau fór eg 17. ágúst með »Ceres» til Reykja-
víkur.
I Silungsvötn og silungsveiðar.
Mesta og merkasta veiðivatnið á Norðurlandi er
Mývatn. Dvöl mín við vatnið var alt of stutt til þess,
að eg gœti kannað það að ráði, því til þess þyrfti alt að
mánaðartíma. Feddersen kannaði það töluvert á ferð
sinni 1884 og má lesa um það í ferðaskýrslu hans í
Andv. XI. Meðan eg dvaldi við vatnið, naut eg ágætra
leiðbeininga síra Arna prófasts á Skútustöðum, er ával-
var með mér, og oft sem nauðsynlegur túlkur, þvi Mýt
vetningar eiga mörg orð og orðatiltæki um veiðiskapinn
og silunginn, er ókunnugir eiga erfitt með að átta sig á
í fljótu bragði. Síra Arni er og áhugamikill veiðimaður
og gat gefið mér margar góðar upplýsingar. Auk hans
fræddu mig bændurnir Einar í Reykjahlíð, Hallgrímur
í Vogum, og feðgarnir á Geiteyjarströnd, Sigurður og Jó-
hannes.
Vatnið er lengst frá norðri til suðurs, nærri i'/a
míla, og mjög vogskorið; og má skifta því i þrent: í
NA-hlutann, eða vog þann, er gengur norður með Nes-
landanesinu austanverðu; í SA-hlutann, þar sem eyjarnar