Andvari - 01.01.1901, Síða 73
55
eru flestar, og i NV-hlutann, sem er breiðastur og nærri
éyjaláus og nefnist »Flóinn«. Að vatninu að austan og
sunnan liggur hraun, er gengur alveg út í það, og eyjarn-
ar eru flestar gamlir eldgígir; helztar þeirra eru Mikley
og Geitey. Undan hrauninu korna margar lindir, sem
falla i vatnið, sumar heitar, en aðrar kaldavermsl. Eg
mældi i8° C. í lind hjá Reykjahlíð og í sumum kvað vera
250; annars er hitinn þar í vatninu árið um kring 12,5°. I
lind hjá Vogum er c. 120 hiti árið um kring. Annars
var hitinn í vatninu, þar sem eg mældi, 12,5—15,5°.
Menn segja að hitinn i lindunum fari heldur minkandi.
A sjálfum vatnsbotninum eru eflaust margar uppsprettur. I
vatnið falla sem sé engar ár, nema Grœnilœkur úr Græna-
vatni, en úr vatninu fellur, eins og kunnugt er, Laxá,
sem er all-vatnsmikil á.
Dýpið í vatninu er alstaðar lítið, einkum að NV, N
og NA, samkv. Feddersen að jafnaði ekki meir en 2 fet, en
að S. og A. er það nokkuð dýpra, eg fann mest i1/* fðm.,
en Feddersen 3 V2- Mývetningar vita heldur ekki um
meira dýpi. Vatnið fer vanalega að leggja í miðjum okt-
óber; ísinn getur orðið álnar þykkur, og leysir ekki fyr
en um miðjan mai. Þegar ísinn er að leysa, stíflar hann
oft ósinn, svo vatnið vex að mun. En eðlilega er það
ávalt autt meðfram landinu og annarstaðar, þar sem heita
vatnið ketnur upp. — Jurtagróður er nokkur á við og
dreif í vatninu, vatnax (polamogeton), púsundblað og svo
mikið af slorpungum (nostoc) og slýi. I botni er leðja,
eins og gerist, mynduð af rotnandi efnum. — Smádýra-
lífíð er mjög rikulegt, í leðjunni smáskeljar, mýlirfur og
kuðungar, en uppi í vatninu mikil mergð af smákröbbum,
svo og hornsíli; yfirleitt mikið æti fyrir fisk. Við vatnið
og ofan til við Laxá eru ógrynnin öll of bitmýi (»mý*
vargi«) og svo rykmýi. Bitmýið kemur fyrst hálfum
mánuði eftir að vatnið leysir, »fyrri vargurinn«; en svo