Andvari - 01.01.1901, Side 76
58
Veitt er í vatninu frá öllum þeim bæjum, 13 að tölu,
sem eiga land að því, en mestir veiðibæir eru Reykjahlíð,
Vogar, Geiteyjarströnd, Kálfaströnd og Garður. Mjög
jerir ólíkt um veiðina, og fremur heyrðist mér á mönn-
um, að þeim þætti veiðinni hnigna; að minsta kosti taldi
einn maður það víst, að fyrir 40 árum hefði riðsilungur
og flóasilungur verið meiri að jafnaði en nú. En því
miður gat eg engar skýrslur fengið um veiðina, nema fyr-
ir 2 siðustu ár hjá fáum mönnum. Ekki var heldur auð-
ið að fá að vita, hve mikið muni veiðast árlega, því ekki
var í sumar farið að heimta opinberar aflaskýrslur af
Mývetningum, hvernig sem á því stendur. í Reykjahlíð
veiddist:
1898 i dráttarnet 1500 á 2 pd., á dorg og í lagnet 900
1900 - —■— 1442, á d. 693 á 1 pd., í lagn. 217 á 1'/2 pd.
A Geiteyjarströnd veiddist:
i dráttarnet-(vetur) 1899 2441 1900 2168 á i'/spd.
- lagnet 1050 1220 - 2'/2 —
á dorg 1000 1731 - 1 —
í dráttarnet (sumar) 3 545 (til 10. ág.) 1130 - 2 —
8036 6269
Mest veiðist þau sumur, er hinn svonefndi »hitasilungur«
kemur. Hann er nefndur svo vegna þess, að hann gerir
vart við sig á sumrin, þegar hitar miklir hafa gengið um
hríð. Kemur þá þessi silungur (það er að eins bleikja) í
stórum torfum utan úr flóanum og léitar að köldu lind-
unum við SA-landið. Sögðu mér sumir, að mjög væri af
honum dregið, en áðrir að hann væri með fullu fjöri, en
vekti meir eu endranær. Samfara þessu er »leirlos« úti
í vatninu; það er gruggugt og skánir af leðju lyftast upp
frá botlii. Veiða menn silung þenna mjög, þegar hann
kemur upp að landinu, en hitasilungur hefir verið mik-