Andvari - 01.01.1901, Qupperneq 77
59
ill 1880, 1894 og nokkuð 1899. Urriða verður aldrei
vart við, þegar þetta ber við, og hyggja menn, að hann haldi
sig þá í holum og hellum á vatnsbotni, þar sem svalar og
tærar lindir koma upp, og ekki vita menn, sem búa við Laxá,
til, að hann gangi þá niður í ána. Margt bendir á, að þessi
»hitasilungnr« sé að flýja vatnið, af því að honum er þar
ekki lengur vært. Kemur það bæði af því, að vatn-
ið hitnar svo mikið í hitum, þar sem það er svo grunt
og getur því ekki haldið í sér súrefninu, og ef til vill
einnig af því, að skaðlegar lofttegundir myndast í botn-
leðjunni, þegar rotnunin eykst í hitanum. Að vatnið
gruggist upp er minna um vert; vötn gruggast oft mjög
i stormum, án þess að fiska i þeim saki. — En hvernig
sem i öllu liggur, þá getur þetta orðið hættulegt fyrir
fiskstóð vatnsins, eí mikil brögð eru að, og heldur
ættu rnenn að fara gætilega i að veiða, þegar svo
stendur á.
Töluverðan ábuga varð eg var við hjá mönnum á
að reyna að auka veiðina með því að ldekja út, og væri
það mikils um vert. Það hagar viða svo vel til, sérstak-
lega við kaldavermslalindirnar hjá Garði, að ekki þyrfti
annað en laga til botninn og hreinsa burt slý, þar sem
frjóvguð hrogn væru sett niður. Eg réð mönnum einn-
ig til að verja riðin, þar sem silungur hrygnir, fyrir að-
sókn andanna, því líklegt er, að þær láti hrognin ekki
hlutlaus. Svo er og urriðinn slæmur gestur á þeim
stöðurn.
Eftir því að dæma, sem sagt er um veiðina í Mý-
vatni í Jarðabók Árna Magnússonar', lítur út fyrir, að
veiðin hafi þá (1712) verið lík og nú. Eggert Ólafsson
cretur um, að veiðin hafi verið miklu min’ni síðan eldgos-
1) Skammstafað framvegis Jb. A. M.