Andvari - 01.01.1901, Page 78
6o
in 1724—30 en fyrir þau, því fiskurinn hafi farist í eld-
gosunum.
Eg hefi orðið nokkuð fjölorður um Mývatn, enda
er það eitt helzta veiðivatn landsins.
Smávötnin Skútustaðatjörn, Grœnavatn, Arnarvatn 0g
Sandvatn eru í nánd við Mývatn. Eg kannaði Skútustaða-
tjörn. Dýpi mest D/a faðmur; möl í botni með löndum,
en leðja úti. Mikið af slorpungum, vatnaxi þúsundblaði
og chara. Smádýralíf mikið, smákrabbar, kuðungar, mý-
lirfur og blóðsugur; dálítil veiði er í henni og mætti ef-
laust vera meiri. Riðblettir eru við austurlandið og síra
Arni hefir klakið þar út silungi. Örstuttur iækur fellur
úr hénni i Mývatn. Grænavatn frýs mjög seint, því upp-
sprettur eru þar víða í botni; í því veiðist nokkuð af
bleikju og urriða frá Grænavatni og Garði. Ur þvi fell-
ur Grænilækur í Mývatn og er töluvert af silungi í hon-
um; hann er tygn og djúpur. ■—• Jón bóndi á Helluvaði
fræddi mig um Arnarvatn. Dýpi er hvergi meira í því
en 2 álnir. Veiði er helzt stunduð í því á vorin, þegar
ísa leysir, og að eins frá Helluvaði, 3 — 500 á ári og að
eins urriði, að jafnaði 2 pd., sem Jón hyggur hrygna i
Elelluvaðsá, sem er afrensl vatnsins í Laxá, grýtt i botni,
lygn, með grænum bökkum. Bleikjuveiði er nú engin,
því Gautlandalækur hefir borið leir í vatnið og skemt
riðstaði bleikjunnar. I Sandvatni segir Feddersen að sé
að eins birtingur (bleikja).
I Kráká er engin veiði og álíta menn að hún botn-
frjósi að miklu leyti á vetrum. Hún fellur í Laxá skamt
frá vatnsósnum.
1 Laxá veiðist nokkuð af silungi, mest urriða, frá
Helluvaði og Hofsstöðum í Mývatnssveit og frá flestum
bæjurn í Laxárdal. Menn veiða nú mestalt á stangir,
er smíðaðar eru þar í dalnum, hafa »flugu« fyrir agn,
en — þó skrítið sé — hvorki ánamaðk né aðra beitu.