Andvari - 01.01.1901, Page 79
61
Aður veiddu menn »á dráttuni* (hæst um ioo á ári).
Fyrir neðan Brúarfoss er töluvert veitt í ádrátt frá nokk-
urum bæjum. í ósnum út við sjó er veitt frá Laxamýri
allmikið af sjóreyði í ádráttarnet og sjógenginn urriði
(sjóbirtingur) fæst í laxanetin. Aður var nokkur urriða-
veiði i ánni fram undan bænum, en því er nú hætt vegna
æðarvarpsins. Urriðinn etur stundum æðarunga; einu
sinni fundu menn á Laxamýri sex unga i einum
urriða, og oft smáfiska (silungs- og laxunga), eitt sinn
io" langan silung. Sigurjón telur hann og mjög skað-
legan fyrir hrogn.
Másvatn er eigi allítið vatn á heiðinni austanvert við
Ret'kjadal efst, og er afrensli úr þvi í Reykjadalsá. Sagt
var mér, að n faðma dýpi væri mest i því. Veiðiað-
ferðir eru líkar og við Mývatn: dorgarveiði, net undir
is eða ádráttur. Veitt i því frá 3 bæjum og veiöin tal-
in um 3 þús. af eins punds silungi (að eins urriða) á ári.
— Neðar í dalnum eru 3 vötu og er Vestmannsvatn
þeirra mest. Eftir því, sem síra Helgi P. Hjálmarsson á
Helgastöðum sagði mér, er dýpið i því mest 7 faðmar,
og mikill jurtagróður; í það fellur Reykjadalsá og úr því
Eyvindarlækur, gegnum hin vötnin, í Laxá, all-langt fyrir
neðan Brúarfossa. 5 bæir veiða i vötnunum og var veið-
in fyrir nokkurum árum eitthvað um 10000 (af bleikju
og urriða) á ári, en á síðustu árum hefir hún verið miklu
minni, i fyrra 2ooo(?). Lækurinn hefir verið stíflaður
til áveitu á síðustu árum, svo vatnið vex og þykir sil-
ungur ganga ver að löndum síðan. Hann getur ann-
ars gengið í vötnin úr sjó. Það er varhugavert að stífla
ár til áveitu þannig, að leiðir fiska lokist að meira eða
minna leyti. í Langavatni í Reykjahverfi er dálítil silungs-
veiði, 1899 1 þús.; afrensli þess er lleykjakvísl-Mýra-
kvisl í Laxá.
I Skjálfandafljóti neðanverðu er sagt allmikið af sjó-