Andvari - 01.01.1901, Síða 80
É2
gengnum silnngi, en lítið veitt. Kemst hann ekki lengra
en að Ullarfossi og í Miklavain. Fyrir ofan Goðafoss
falla í það afrensli frá Ishólsvatni, Svartárvatni og Kálf-
borgarárvatni og margar smáár; en á milli fossanna feil-
*2 ur í það Djúpá úr Ljósavatni. I þessum vötnum og í
fljótinu er silungur og hefir Feddersen lýst því i ferða-
skýrslu sinni. Eg kom að eins að Ljósavatni. Það er
eigi lítið vatn og er veitt í því frá 5 bæjum í lagnet,
með 1 ’/2", eða ádráttarnet, með 8/4" riðli, frá því að ísa
leysir og ftam til gangna. Mest veiðist af urriða, 1—2
pd., og nokkuð af bleikju af líkri stærð. Stærstir urrið-
ar 8—10 pd. Veiðin alls um 4000 á ári I mögum á
smárri ljósri bleikju úr vatninu fann eg mikið af mýlirfum
og nokkuð af kuðungum. Urriðinn er oft magur, en
bleikjan feit. Stundum fást stórir, grindhoraðir urriðar á
lóð. I kringum vatnið er grösugt og töluvert mýbit.
Dýpið er fremur jafnt, viða um 8 faðma, mest 16. I
Djúpá er töluvert af silungi, en hann kemst ekki upp í
vatnið úr Skjálfandafljóti.
Fnjóská fellur eftir Fnjóskadal í allmiklum halla og
er því bæði grýtt og straumhörð og hvergi lygn, svo
hún er illa fallin fyrir fisk, enda verður ekki vart við
fisk í henni fyr en við fossana hjá Laufási, því þar eru
hyljir og góð afdrep fyrir fisk. Frá fossunum og út að
sjó er áin lygn og kvíslótt, sérstaklega í ósnum. í hyl
undir aðalfossinum (sem er fiskgengur vel) sá eg nokk-
urar nýgengnar sjóreyðar, all-vænar. Er veitt árlega frá
Laufási 100—200 4—5 pd. silungar í lagnet (2") eða
kistu og nokkuð rneira frá Skarði. í ágústlok fer silung-
urinn að ganga niður í ána úr fossunum. Fossarnir væru
mjög vel fallnir til stangaveiða. Við lax verður aldrei
vart, enda rnundi hann fælast grynningarnar i árósnum,
ef hann leitaði þar að.
í öðrum ám, er falla í Eyjafjörð, er lítið um silung,