Andvari - 01.01.1901, Síða 81
6^
þó gengur lítið eitt af honum í Svarjaðardaká. Vænni
silungurinn er veiddur dálitið á haustin frantmi í ánni, en
smærri silungurinn siðari hluta surnars með fyrirdrætti í
neðanverðri ánni til beitu. — I Hörgá verður stundum
vart við allvænan silung, sem veiddur er litið eitt á surnr-
in með fyrirdrætti í árósunum og á haustin langt fram í
dalnurn. — I Eyjafjarðará gengur og nokkuð af silungi.
Báðar þessar ár falla í mörgum kvíslum til sjávar og á
grynningum, likt og Fnjóská, en Svarfaðardalsá í ein-
urn ósi.
Ólajsfjarðarvatn1 er fyrir botni Ólafsfjarðar; liggur
breitt sandrif á milli þess og sjávar og ós eigi breiður
úr vatninu út i sjó; ósinn er grunnur, í mesta lagi í
kvið á hesti, og fellur sjór að eins í háflóðum inn í
vatnið. Það er nærri V2 míla á lengd, en fremur rnjótt.
í það fellur Ólaísfjarðará. Vatn þetta hefir lengi þótt
merkilegt, af því, aö i því hefir veiðst ýmis konar sjávar-
fiskur, sem rnenn hefir furðað á að gæti lifað í ósöltu
vatni; mest hefir veiðst af »maurung« (þyrsklingi) og af
kola. I jarðabók Arna (1712) stendur: »Kola og maur-
ungsveiði á ísi eða byttum í vatninu hefir að góðu gagni
verið, en um nokkur ár mjög litil«. I ferðabók Eggerts
og Bjarna stendur bls. 632: »Vaðlasýsla á í Ólafsfirði
fiskisælt vatn, sem er mjög merkilegt, því í því hafa
sjávarfiskar tekið sér bólfestu, bæði þorskur, ýsa, lúða
og skötur, allir frernur smávaxuir........ Þeir eru góm-
sætir og þægilegir á bragð, en þó ekki eins og fiskar
sörnu tegundar úr sjó«. Ósinn var áður svo djúpur, að
hann var naumast reiður, en fyrir eitthvað 8 árum broytt-
ist hann eins og áður er sagt. Þá hætti koli og síld að
ntestu að ganga 1 það, en þó verður enn vart við kola
1) Thoroddsen lýsir því nokkuð í Andvara 1898 bls.
129—30, og Frakkar könnuðu það eitthvað 1891.