Andvari - 01.01.1901, Side 82
64
í því, og maurungurinn er orðinn mjög sjaldséður. Með
góðfúslegri aðstoð Páls kaupmanns Bergsonar kannaði eg
vatnið víða. Dýpi í því utanverðu er mjög lítið, i—6';
hefir sandur eflaust fokið þar í það og fylt það. Innan
til er vatnið 5 faðmar á stóru svæði; eg fann mest dýpi
5V2 faðm. I yfirborði og 1 '/2—2 faðma niður er vatn-
ið alveg ósalt, en dýpra er það salt, saltara því nær sem
kemur botni. Eg mældi á einum stað. Hiti í yfirb.
12,5° C., í botni 5 faðm. 6,5°. Selta í yfirb. o°/oo, á
2 faðm. 4,o6°/oo, á 3 faðm. 24,6°/oo, á 5 faðm. 28,5°/oo.
Fatnið er pannig að eins ósalt ofan á, en salt (hálfsalt eða
meir) nœr botni. Salta vatnið hlýtur að síast gegnum
sandrifið, því í ósnum er nærri stöðugur útstraumur af
fersku vatni. Aður hlýtur það að hafa verið saltara,
meðan ósinn var dýpri og sjór streymdi inn með hverju
flóði (sbr. Miklavatn), og þá er ekki svo undarlegt, þótt
sjávarfiskar skyldu vera í þvi langdvölum. Þá heflr ef-
iaust verið í því smádýraltf af sama tægi og í sjó (sbr.
Miklavatn), sern fiskurinn hefir getað lifað á meðfram
eða eingöngu um skemmri eða lengri tíma. Þegar ósinn
grynkaði, heflr vatnið »afvatnast« og lífsskilyrðin orðið
önnur og óhentugri fyrir sjávardýr, svo þau hafa annað-
hvort flúið eða smám saman dáið. Eg varð ekki var
við neitt smádýralíf í því, nema nokkura dauða vatna-
kuðunga. Þar sem vatnið var ósalt til botns, var í botni
gulgrá leðja og nokkur vatnaxgróður (potam. marinus),
en þar sem vatnið var salt við botninu, var svört, daun-
ill leðja í botni, og ekkert lifandi. Fisk varð eg ekki
var við í vatninu og sá því ekki maurunginn, sem sum-
ir segja að ölllu leyti líkan þyrsklingi, en rnjög feitan
og hvítan á lifur, en aðrir sögðu að hann hefði ekki
hökuþráð (eins og þyrsklingur). Veiddist áður töluvert
af honum og var hann seldur, jafnvel til Akureyrar. I
vatninu er annars nokkuð af silungi (urriða og bleikju),