Andvari - 01.01.1901, Page 83
sem gengur í það úr sjó og alt fram í á, einkum hinn
stærri. Er hann veiddur í lagnet í vatninu, eitthvað urn
4000 á ári, en srnár, og nokkuð í ádrátt í ánni, vænni.
Miklavatn í Fljótum er allstórt, nrerri míla á lengd,
en ekki breitt. Mjótt rif skilur það frá sjó og fellur ós
alldjúpur (ekki reiður) úr því til sjávar. Fj'rir 7 árum
breyttist hann mjög, því áður var hann grnnnur (vel
reiður) og að eins útstraumur í honum, en svo færðist
hann um 30 fðm. austur á við og dýpkaði mjög, svo
nú streymir sjór inn með hverju aðfalli. Vatnið er því
orðið salt, saltara en Olafsfjarðarvatn; að eins ofan á er hér
um bil 4' þykt lag af ósöltu vatni, sem Fljóta-á og önnur
rninni aðrensli bera út í vatnið; hún fellur eftir Stíflu, gegnum
Stífluvatn, og er all-vatnsmikil. — Aður en ósinn breytt-
ist, var rnikil silungsveiði (mest bleikja) í vatninu, mest
frá Hraunum. Var hann veiddur bæði í lagnet og fyrir-
drátt, eða í lagnet undir ís, á dorg eða með »dúprikum«
0: dauður silungur bundinn á prik í vök, og hreyfður
(prikinu dúað) við botninn, svo sem hann væri að snuðra
í botninum; á öðru priki var snara, og silungar, sent
komu til að forvitnast, voru snaraðir. Silungurinn gekk
upp að fossi i ánni, milli Fljóta og Stíflu. Siðan ósinn
breyttist, er silungsveiðin nærri þrotin; en í staðinn er
kominn ýmis konar sjófiskur í vatnið, einkum þyrsklingur,
smá-ýsa og koli, en einnig nokkuð af smá-lúðu, síld,
steinbít og hrognkelsum. Svo hefir og selur lagst að
ósnum og gengur inn í vatnið. Þyrsklingur, ýsa og
koli hafa tekið sér bólfestu i vatninu og hrygna þar jafn-
vel, og hafa Fljótamenn all-mikla björg af því og uppbót
fyrir silunginn, því þeir veiða þessar fiskitegundir, eink-
um á vetrum, á ís, þegar ekki fæst fiskurúrsjó; þó sagði
mér Einar í Haganesvik (áður á Hraunum), að ekki væri
sú veiði þó jafn-mikils virði og silungsveiðin áður. — Eg
5