Andvari - 01.01.1901, Page 85
6 7
þessu leyti telja hið merkasta stöðuvatn hér á landi, og
það er eflaust rnjög líkt því nú, sem Ólafsfjarðarvatn var
áður en ós þess breytti sér. I Jb. A. M. er að eins get-
ið um silungsveiði í því og að hún hafi brugðist 12 und-
anfarin ár (1712). E. Ó. minnist að eins lítið eitt á sil-
ungsveiði í því.
Stifluvatn er lítið og mjög grunt, með leirbotni og
gróðrarblettum á milli og allmikið mýbit kringum það.
Silungar vöktu mjög í því þegar eg fór frarn með þvi.
Veiði er dálítil og helzt stunduð frá Gautsstöðum. Um
1690 féll mikil skriða i vntnið og spiltist mjög við það
veiði í því, segir Jb. A. M. — I Flókadahvatni er nokk-
ur silungsveiði og einnig í Flókadahá, sem fellur gegn-
um það og út í Hópsvatn hjá Haganesi. Ur því gengur
grunnur ós gegnum rnjótt rif til sjávar. Það er ósalt
og grunt, dýpst 2 fðtn. Silungur veiðist lítið eitt í því
í stutt lagnet (i1/*"), sem stjakað er út frá landi. Bæði
eru vötnin lítil.
I Sléttuhlíð eru tvö lítil vötn, Slcttuhíðarvatu og Knapp-
staðavatn, og er afrensli úr báðum í Hrolleifsdalsá. Sjó-
gengin bleikja er töluverð í ánni og nokkuð af smá-sil-
ungi í vötnunum. í Sléttuhlíðarvatni er veitt dálítið af
silungi til beitu með smáriðnum vörpum, en í hinu ekki.
Höýðavatn er allstórt vatn og einkennilega fyrir kom-
ið, milli Þórðarhöfða og lands, því frá norður- og suður-
enda höfðans liggja mjó malarrif upp að landi og greina
vatnið frá sjó; enginn ós fellur úr vatninu til sjávar, en
víða er vatnsstraumur gegnum mölina. I það falla að
eins smálækir og mýrarvatn. Eg hafði ekki tækifæri til
að kanna það, en eftir því sem þeir síra Pálmi í Höfða
og Konráð hreppstjóri í Bæ sögðu mér, er það ósalt.
Dýpið er lítið, víða 3—4 fðm., og menn vita ekki um
meira dýpi en 8 fðm. Jurtagróður kvað vera mikill í