Andvari - 01.01.1901, Page 86
68
því víða og salt er það víst ekki. I því er töluvert af
urriða (stærstur um 4 pd.) og bleikja (um 1 pd.). Aður
var mikið veitt á riðum, en því er nú hætt og nú ýmist
veitt með ádrætti eða í lagnet, einkum undir ísávetrum.
Lagnetaveiðin gefur jafnastan arð, að jafnaði um 1 þús. á bæ
yfir veturinn; 4 bæir stunda veiðina. Menn veiða nú
meira undir ísi en áður, því smærri riðill (1"—i’/V') hefir
verið tekinn upp. Menn eru að hugsa um að gera ós
úr vatninu til sjávar gegnum syðra rifið úti við Höfðann,
og er líklegt að töluvert mundi ganga af silungi inn i
vatnið, því mikið er víst af silungi í Skagafirði; en varla
mætti þá ósinn vera svo djúpur, að sjór næði að streyma
að staðaldri inn og vatnið að seltast, nema ef menn vildu
freista að fá sjávarfisk inn, en þá væri þeim silungi, sem
fyrir er, hætta búin af salta vatninu. Höfðavatn er svo
stórt, að búast mætti við miklu meiri veiði í því en
nú er.
Hojsá, Graýará og Kolbeindalsá (Kolka) með Hjalta-
dalsá falla í Skagafjörð austanverðan. Þær eru all-vatns-
miklar, einkum hinar síðast nefndu, sem einnig eru jökul-
vötn. Gengur töluvert af vænum (2—3 pd.) silungi i
þær, einkum Kolku, en veiði er lítil í þeim.
I Héraðsvötnin gengur allmikið af silungi úr sjó. —-
Eftir Austu rvötnunum gengur hann frarn í Norðurá og
Hofsá og er víða í þeim veitt nokkuð af honum með á-
drætti síðari hluta sumars, einkum frá Miklabæ, Silfra-
stöðum, Hofi og Völlum. Mest er það bleikja (»1 jós-
nál«), að jafnaði um 3/i pd., en oft miklu vænni. Eg
sá nokkrar, sem höfðu veiðst við ósinn á Vesturvatninu
í stutt lagnet. Ur Vesturvatninu gengur silungurinn
(nærri eiutóm bleikja) upp í Miklavatn, eftir afrensli þess,
er nefnist Víkin. Veiðist alls í því um 2000 á ári, af
líkri stærð og áður er gr eint, og helmingurinn af því frá
Sjávarborg. Vatnið er stórt, yfir ýt mílu á lengd, en