Andvari - 01.01.1901, Page 88
70
gat ekki, þvi bátar voru allir ósjófærir, nema einn litill,
við utanvert vatnið, svo eg gat með góðfúslegri aðstoð
síra Stefáns á Auðkúlu kannað ytri hlutann nokkuð. Þar
var, undan Mosfelli, smádýpkandi út yfir mitt vatn, mest
14 fðm., víðast 10—12. Alstaðar leðjubotn. A 10—14
fðm. dýpi var enginn gróður í botni; á 5—10 fðm. dá-
lítið af Chara; á 1 fðm. enginn gróður, en á '/2 dálítið af
vatnaxi (Potamogcton). Smádýralif upp í vatninu var töluvert.
9 bæir eiga veiði í því. Mest af silungnum er bleikja
og nokkuð af urriða, en alt smátt (’/2—1 pd.). Þó fást
stundum allstórir, magrir urriðar á lóð, stærstir 5 pd. —
Veiði er nærri eingöngu stunduð frá 18. viku sumars og
þangað til vatnið leggur, og veitt í lagnet, sem sumir
hafa yfir 100 fðm. löng. Riðill 11 /s" mest, á Auðkúlu,
en srnærri við utanvert vatnið. Meðalveiði mun nú vera
um 20 þús. á án og mest veiði á Búrfelli og Svínavatni.
Veiðin þykir ekki þverra, Ur vatninu fellur Laxá í
Laxárvatn. Það er um 2/3 rnílu á lengd, en mjög
mjótt og liggur frá N. til S. Laxá fellur í gegnum suð-
urenda þess. Það er alt grunt, einkum suðurhlutinn, og
hvergi nieir en 2 fðm. eftir sögn Stefáns bónda á Kag-
aðarhóli, og allmikill gróður í því. Veiði er aðallega
stunduð frá Sauðanesi og Kagaðarhóli; 1899 veiddust rúm
5000, hér um bil jafnt af urriða og bleikju. Stærðin á
silungnum er lik og í Svínavatni og veiðiaðferð ogveiði
tími eins. Veiðin stendur í stað. I Laxá er rnjög lítið
um silung.
I Vatnsdahá er nokkuð af silungi, sem allur er sjó-
genginn, og er veitt nokkuð með ádrætti frá nokkurum
bæjum í Vatnsdal í sjálfri ánni og í lagnet í Flóðinu. I
Skriðntjörn hjá Hnausum veiðist um 1000 á ári, og sagði
Magnús í Hnausum mér, að hann mættiekki veiða meira,
því þá drægi úr veiðinni. Tjörnin er grunn og mikill
gróður í henni. Sækja fiskiendur og aðrar endur rnjög