Andvari - 01.01.1901, Side 89
71
á hana. Afrensli í Vatnsdalsá. Áin fellur i Húnavatn.
Það er yfir hálf rníla á lengd, en mjótt, og liggur Húna-
ós úr því til sjávar. Það er mjög grunt, en eftir því
liggur áll, sem þó mun hvergi dýpri en i fðm. Það
liggur svo lágt, að sjór flæðir töluvert inn í ósinn. Tölu-
vert gengur af vænum silungi í vatnið úr sjó, megnið
sjóreyður. Hún lifir á marfló, en sjóbirtingurinn á smá-
síld og sandsíli, eftir sögu Hennanns alþm. á Þingeyrum.
Silungurinn er veiddur með ádrætti, mest i vatninu og
lítið eitt í Kvíslunum, 4—5 þús. alls á ári, einkum frá
Þingeyrum og Akri og svo frá 3 eða 4 bæjum öðrum.
I Víðidalsá fer silungur að ganga í júli og er að því
fram í sept. Það er væn bleikja mestalt, 2—3 pd.,
mest um 5 pd., og er hún veidd meir eða minna frá
ýmsum bæjum, er laxveiði stunda í ánni, líklega 1 '/2 þús.
að jafnaði á ári. Áin fellur í
Miðhóp, sem er annað stærst vatn á Norðurlandi,
þótt það standi mörgum vötnum þar að baki sem veiði-
vatn. Það er full míla að þvermáli og nokkuro veginn
jafnt á alla vegu. Sandauðn allbreið, Þingeyrasandur,
skilur það frá sjó; með fram öllu norðurlandinu liggur langt
sandrif. Úr vesturhorninu liggur Bjargaós til sjávar (sjá
síðar). Hermann á Þingeyrum fræddi mig um vatnið,
því eg hafði eigi tíma til að kanna það. Segir hann dýpi
i því víðast um 5 fðm., en livergi meira en 8 fðm.,
jurtagróður lítill eða enginn og sandur í botni að utan-
verðu, því sandur fýkur mjög á vetrum út á ísinn í
norðanveðrum, og má nærri geta, að það spilli vatninu
sem veiðivatni. Töluvert gengur af silung inn ósinn, en
veiðin er mjög lítil og ilt aðstöðu. Silungurinn veiðist
helzt á vorin, þegar isinn er að leysa, því þá gengur
hann í vakirnar við löndin. Mest er veitt (í lagnet) frá
Þingeyrum og Ásbjarnarnesi. I Jb. Á. M. og ferðabók
E. Ó. er látið mikið af veiði í Hópinu, svo út lítur fyrir