Andvari - 01.01.1901, Side 91
7?
ingi (urriða); nafnið »birtingur« er hér haft um báðar teg-
undirnar. Eins og þegar er tekið fram, veiðist hann víða
í árósum, en hann veiðist einnig víða í sjónum. Þannig
fæst oft töluvert af sjóreyði í fyrirdrátt við Svalbarðseyri
við Eyjafjörð, og er hún i—2 pd. að stærð, en einnig
fæst þar töluvert af henni mjög smárri, um 4" langri, ný-
kominni í sjó. I Lóninu hjá Höfða veiðist oft mikið af
smásilungi, sem hafður er til beitu, en einnig nokkuð af
stærra silungi, með rnarfló eða smásíld í maga. Við odd-
eyri veiddist 1 þús. 1899. Við Böggvisstaðasand veidd-
ust 50 sjóreyðar, stærstar 3 pd., en sumar mjög smáar
og 1 urriði nýkominn úr vatni, í fyrirdrátt með lítilli
vörpu á stuttum tíma þegar eg var þar. Smærri silung-
urinn er hafður til beitu. Við Hrísey varð eg og var
við silung við klappirnar. Sækir hann að þar sem fisk-
slógi er kastað í sjóinn. í Ólafsfirði draga menn í júní
reglulega á í félagi fyrir silung við sandinn og fá 8—9
hndr. af sjóreyði á ári, stærstar 5 pd., að jafnaði um 1
pd. — A Sauðárkróki veiða menn allmikið bæði af sjó-
reyði og sjóbirting í lagnet þar við mölina. Fæst þar
og stundum laxbróðir eða grálax; fæst hann einnig stund-
um á Laxamýri. A Blönduósi veiða menn og nokkuð af
silungi, einkum sjóreyði, í lagnet við sandinn. — Það er
ekki rétt að veiða smásilung þann, sem ónýtur er til
manneldis, eins og menn gera við Eyjafjörð, því hann
mundi annars vaxa, og það er þvi síður þörf á því, sem
menn nú oftast nær geta haft síld til beitu. Það er ann-
ars ekki nýlunda að menn veiða silung í sjó á Norour-
landi, þvi samkv. Jb. A. M. var það algengt í byrjun
18. aldar, bæði við Skjálfanda og Eyjafjörð, miklu algeng-
ara en nú.