Andvari - 01.01.1901, Page 92
74
Áður en eg lýk máli mínu um silungsvötnin á Norð'
urlandi, ætla eg að bera þau lítið eitt saman við vötnin
á Suðurlandi (sjá Andv. 1897), því á þeim er nokkur
munur. Einkum er jurtagróður yfirleitt miklu minni, þar
sem eg hefi kannað, í vötnum norðanlands en sunnan,
og minna um þau smádýr, sem við gróðurinn eru bein-
línis bundin (kuðunga). Þó á þetta ekki við um Mývatn.
Hvort verulegur munur sé á smákröbbunum, get eg ekki
sagt, þvi alt sem eg hefi safnað af þeim er órannsakað
enn. Þegar murtan í Þingvallavatni er dregin frá, þá er
silungurinn í vötnum sunnanlands að meðaltali stærri en
nyrðra, nema í Mývatni; þar er allur silungur mjög jafn-
vænn. Og nyrðra verður varla vart við neinn silung, er
samsvari hinum væna sjóbirting (laxbróður ?), er gengur
í árnar í Skaftafells- og Jlangárvallasýslum og á Snæ-
felJsnesi.
Það er eigi auðvelt að gera áætlun um, itve mikið
veitt er af silungi á Norðurlandi, því nákvæmar skýrslur
er eigi auðið að fá enn. Eg ætla þó að gera áætlun,
samkvæmt þvi er sagt hefir verið hér að framan, enda
þótt hún hljóti að vera nokkuð ónákvæm; sumstaðar
veiða menn töluvert aí silungi í heiðavötnum; en þeim
sleppi eg hér.
Áætlunin verður þannig:
Norður.Þingeyjasýsla . . . 3000 pd
Mývatn mað smávötnum. . . . 40000 — 60000 —
Langavatn 1000 —
I.axá 3000 —
Vestmannsvatn 2000 —
Skjálfandafljót m. m. . . 1 O O ly-'í 2000 —
I.jósavatn . . 4000 — 5000 —
Eyjafjörður 4000 —
Flyt: 595000 sil. 80000 pd.