Andvari - 01.01.1901, Side 94
76
breiðari og lj'gnari, en mjókkar svo aftur og verður lík
og áður, og yzt í Laxárdal fellur hún í gljúfri, með þjót-
andi straumi, og brýzt loks fram úr því í Brúarfossum
hjá Grenjaðarstað. Þeir eru illa fiskgengir, og fyrir neð-
an þá er á löngu svæði hvítfyssandi straumur, svo erfitt
verður fyrir fisk að komast upp, og fyrir ofan fossana
verður aldrei vart ‘við lax. Fyrir neðan fossana kemur
hún niður á láglendið upp frá Skjálfanda og verður breið
og lygn, þar sem hún fellur með hrauninu fyrir utan
Grenjaðarstað; móts við Laxamýri myndar hún djúpar
kvíslar, með hinum indælu varphólmum Laxamýrar á
milli, myndar svo Æðarfossa skamt frá sjó, fyrir utan
Laxamýri; fyrir neðan þá er hún djúp og lygn og fellur
í einum djúpum ósi til sjávar. Æðarfossum hefur Fed-
dersen lýst áður. Skamt fyrir ofan Laxamýri fellur Mýra-
kvisl í ána hægramegin, en í hana fellur Reykjakvísl úr
Langavatni. Þessar ár eru smáar, en lygnar, með möl í
botni. Vinstramegin fellur Eyvindarleekur úr Reykjadals-
vötnunum og í þau Reykjadalsá, bæði iygn og litil.
Hinn alkunni dugnaðarmaður Sigurjón á Laxamýri
og synir hans Jóhannes og Egill fræddu mig vel um
veiðina í ánni og sýndu mér veiðistöðvar Laxamýrar.
Sigurjón hefur fyrst orðið var við lax í ánni 15.
maí og að eins þegar vel vorar, en í slæmum árum miklu
seinna. Stórlax og miðlungslax gengur nokkurn veginn
samtímis, en smálax seinna, seint í júlí, og laxgangan
hættir seint í ágúst. Hoplax (útgöngulax) verður vart við
fram til að snjóa tekur. Snemma á vor-in sést stundum
feiknamagur lax í sjóbúningi í ósnum og virðist vera
nýkominn í sjó. Fyrri hluta 19. aldar fanst oft mikið af
dauðum laxi kringum Laxá fyrir neðan Laxamýri eftir
ísruðninga á vorin og fyrir 3 árum fundust eitt sinn yfir
20 laxar horaðir og óætir i áveituskurði úr Mýrakvísl.
Sjálfsagt hrygnir lax í Laxá á svæðinu milli Mýrakvíslar