Andvari - 01.01.1901, Page 96
78
Snemma á öldinni sem leið bjó Arni nokkur á
Laxamýri; veiddi hann oft mikið með krók og á klapp-
ardrætti; þó veiddi hann eitt ár ekkert og bóndinn i
Mýraseli að eins 6 smálaxa. Jóhannes faðir Sigurjóns
kom að Laxamýri 1839 og bjó þar 22 ár. Á síðari ár-
um hans man Sigurjón eftir minstri veiði U/2 tunnu eitt
ár, en 4 árum á undan þ'ví ári mestri veiði 60 tn. (1
tn. = 20 laxar að jafnaði). Sigurjón tók við jörðinni
1861. Fyrstu 14 ár hans var veiðin fremur lítil, vanal.
9—12, minst 1 og mest um 20 tnr. Svo tók veiðin að
vaxa, svo að hún varð eitt ár 120 tnr., næsta ár 60 og
siðan 10—-20 tnr., en aldrei slæm ár. Honum þykir
veiðin ekki réna, en að eins áraskifti að henni; síðan
hann fældi burt selinn,' þykir honum veiðin jafnari. Með-
alkostnað við veiðina telur hann 1800 kr. á ári. Faðir
Sigurjóns tók upp laxakistuna; áður hafði mest verið veitt
með krók og var það meðfram lengi eftir.
I Jb. Á. M. er getið um að laxveiði hafi verið mjög
lítil 10—20 síðustu ár (fyrir 1712) i Laxá, en áður góð.
Þar er og sagt, að veturinn 1711 hafi borist sandur i
veiðifljótin fyrir neðan Brúarfossa, svo veiði hafi alveg
spilst. Um Laxamýri er sagt: »Laxveiði hefir verið á-
gæta góð í einu keri, sem fiskurinn hefir verið kræktur
í, undir fossi nokkuruni............; en hér um fyrir vel
30 árum sprakk bjargið fram undan fossinum og féll i
kerið, og er þessi laxveiði síðan rnjög lítil.......4 laxar
hafa hér fengist þetta ár«. Æðarfossar breytast nú á
tímum mjög fijótt.
I Mýrakvisl gengur lax og er dregið á, þegar vart
verður við hann. ef veiðitími er ekki úti, sem oftast er.
í lleykjadalsá gengur eitthvað af laxi og lítið eitt veitt
með ádrætti.
] Skjáljandafljót neðanvert gengur töluvert af laxi, þó
ekki lengra en að Ullarfossi; Sigurjón á Laxamýri hygg-