Andvari - 01.01.1901, Page 97
79
ur að vel mætti koma upp töluverðri laxveiði þar, ef
selurinn væri fældur burt; en af honum er allmikið í
ósnurn.
I ár þær er í Eyjafjörð falla gengur enginn lax,
enda hafa þær ekki góð skilyrði fyrir hann, flestar grunn-
ar og eyróttar í ósunum, eða hlaupgjarnar (Svarfaðardalsá).
í Flókadalsá gengur nokkuð af laxi, og er hann
veiddur i ádrátt frá Barði og Yztamó; 1899 fengust 30
—40 laxar á Barði. Laxinn gengnr ekki fyr en urn
mitt sumar og stærri laxinn á undan, eins og vant er.
Yerður hann að ganga gegnum Hópsvatn upp í ána,
sent fellur gegnum Flókadalsvatn, og er fremur lítil á.
Laxvart hefir orðið í Mildavatni í Fljótum.
í Hojsá, Grajará og Kolku-Hjaltadalsá gengur lítið
eða ekkert af laxi, enda hafa þær ekki góð skilyrði fyrir,
að fiskur, einkurn ungviði, þrífist í þeim, því þær eru jök-
ullitaðar og kaldar.
Þótt Héraðsvötnm séu mikið vatnsfall, þá eru þau
samt fremur fátæk af laxi, og liafa þau víst lengi verið
þannig. Þau eru jökulvatn og falla í tveim stórum og
lygnum kvíslum, sinni hvorumegin við Hegranesið, og
hvor um sig í einum ósi til sjávar, og eru þeir ekki
mjög grunnir, en þó eru rif úti fyrir hinum vestari. ]
vestari kvíslina ofarlega fellur Svartá, ssm er löng og tær,
og svo afrensli Miklavatns, Víkin, neðarlega. Hvergi eru
i ám þessum neinir fossar, er geti tálmað fiskgöngum.
Lax gengur vist mjög lítið í Austurkvíslina og upp í ána,
en i Vesturkvislina gengur stundum nokkuð af honum;
upp eftir Víkinni og gegnum Miklavatn upp í Reynistað-
ará-Sæmundará. Veitt er í lagnet í vatninu við árósinn,
eða með ádrætti í ánni, mest írá Glæsibæ um 50 á ári,
stærstir 10 pd., ogfrá Hafsteinsstöðum. Einnig er dálit-
ið veitt frá Sjávarborg, ýmist í Miklavatni utanverðu eða
í Vikinni, og stundum fæst lax í ádrátt i Vesturkvísl