Andvari - 01.01.1901, Side 98
8o
Héraðsv.itnanna. Selur er töluverður, einkum í Aust-
urkvíslinni.
A skaganum milli Skagaf|. og Húnaflóa eru 3 ár, er
allar heita Laxá: Laxá i Laxárdal ytri, Laxá í Nesjum og
Laxá í Laxárdal fremri. Þær eru allar smáar, einkum
Laxá í Nesjum. Þó verður stundum laxv.art í þeim; þann-
ig veit eg, að nokkrir allvænir laxar fengust í sumar í
Laxá í Nesjum.
Blanda er eitt af meiri vatnsföllum Norðurlands, en
veiðivatn er hún nú mjög lítilfjörlegt, því um all-langan
tíma hefir svo sem engin veiði verið í henni. Hún er
jökulvatn og all-leðjuborin. Eftir Blöndudal fellur hún í
einum djúpum farvegi, og er straumhörð. Svo fellur í
hana Svartá (og aðrar ár ekki í bygð). Hún er bergvatn,
fellur eftir Svartárdal í einu lagi, er straumhörð og stór-
grýtt Fyrir neðan ármótin kvislast Blanda útundir Holta-
staði, en fellur svo aftur i einum farvegi, lygn og djúp,
þar til hún beygir út úr Langadal, gegnum melana fyrir
austan Blönduós. Þar fellur hún í gljúfrum, með smá-
íossum, hávöðum og hyljum, og svo í einum, ekki breið-
um ósi til sjávar. Ósinn er alldjúpur, en úti fyrir hon-
um eru sandrif, sem grunt er á, en breytast. 14. ág.
var hitinn í ánni hjá Blönduósi io° C. Nú er engin
laxveiði í Blöndu og hefir ekki verið síðan 1875, nema
árið 1882; þá fengust 14 laxar, að sögn Sveins bónda í
Enni, sem var aðalveiðibóndinn við Blöndu og enn
reynir árlega að veiða. Hann er nú kominn nær sext-
ugu og alinn upp í Enni. Svo laiígt sem hann man
fram, var alt af dágóð veiði til 1875, án þess hún rénaði
nokkuð á undan. Fyrri hluta aldarinnar hafði veiðin oft-
ast verið góð, nema ein 3 ár, sem hún var lítil eða eng-
in. Laxinn veiddist í gljúfrunum fyrir austan Blönduós,
einkum í fossi einum fyrir neðan Hnjúka, og veitt frá
Enni, Hjaltabakka og Hnjúkum. Laxinn gekk ekki fyrir