Andvari - 01.01.1901, Síða 99
8i
alvörn í ána fyr en í júnílok, og gelck ofan seint í sept.
eða október. Stærstur lax, sem Sveinn veit til að hafi
fengist, var 40 pd. Annars líktist iaxinn í Blöndu mest
laxinum, sem nú veiðist í Víðidalsá. Selur var í ósnum
og fór upp að þar sem nú er brúin, en hann var fæld-
ur burt með skotum um miðja öldina. Silungsveiði var
áður mikil, en þraut með laxveiðinni. Olavíus segir1 að
3—400 laxar eða jafnvel 500 laxar veiðist á sumri í
Blöndu frá Hjaltabakka, Hnjúkum, Enni og nokkurum
fleiri bæjum.
I Svartá var nokkur laxveiði um miðja öldina. Þá
lét síra Hinrik á Bergstöðum draga á utr. sláttinn á löng-
um svæðum á hálfsmánaðarfresti, og fekk 10—20 laxa í
ádrætti. Seinna hætti þessi veiði alveg.
Það er ekki auðvelt að segja, hverjar orsakir eru til
þess, að laxveiðin í Blöndu þraut. Sumir vilja kenna um
uppkomu kauptúns við ósinn, en þar voru fyrst reist
verzlunarhús 1876 eða '77, þ. e. eftir að veiðin þvarr; um
Jeið kom lögferja á ána við ósinn. Umferð er að vísu
nokkur á ósnum, en naumast svo mikil, að það þyrfti
að styggja laxinn verulega, og hefir minkað síðan brúin
kom. Enginn hefir getað sagt mér, að neinar sýnilegar
breytingar hafi orðið á ánni eða á Svartá. Selnum er
ekki auðið að kenna um, því um hann hefir ekki verið
neitt að ráði um langan títna. Feddersen hyggur, að
harðir vetrar hafi verið valdandi að nokkru leyti. Getur
vel verið. Svo er eftir ádráttarveiðin í Svartá. I Svartá
hefir laxinn, sem í Blöndu gekk, að líkindum hrygnt.
En því miður er eg því ekki vel kunnugur, hvernig hátt-
að er fyrir ádráttarveiði i Svartá, né hve rnikið var gjört
að henni, til þess að eg þori að álita þá veiði aðalorsök-
1) Ökon. Reise, Kh. 1780 bls. 232.
o