Andvari - 01.01.1901, Síða 100
82
ina til laxþurðarinnar. Þó gæti og verið, að rifin fyrir
utan ósinn hefðu breyzt til ógagns fyrir laxgðrigu í ána.
Annars er alt of lítið reynt til með veiði; getur verið að
nokkur lax gangi í ána, þó menn verði ekki varir við það.
Laxá á Ásum er afrensli Svínavatns og má teljast
lítil á. Fellur hún íyrst út í Laxárvatn og er áin milli
vatnanna grýtt í botni. Fellur hún svo úr suðurenda
vatnsins i NV, en tekur á sig stóran hlykk fyrir neðan
Holt, fellur svo í V. og SV. fyrir A. og S. Hjaltabakka,
og út í HÚnaós. Allur neðri hluti hennar frá Laxárvatni
er vatnslítill, fremur sléttur í botni og hyljalítill, og ós
hennar, þar sem hún fellur í Húnaós, er mjög grunnur
(Feddersen, Andv. 1885). Þeir Guðm. Magnússon lækna-
skólakennari (vaxinn upp í Holti) og Þórarinn bóndi á
Hjaltabakka hafa gefið mér beztar upplýsingar um ána.
Lax fer að ganga í ána seint í maí, en smálax töluvert
seinna. Segja menn, að miklu meira gangi af snrálaxi í
þessa á en aðrar ár, er falla í Húnafjörð, og þess vegna
hefir veiðitíminn verið settur frá 1. maí tii 31. júii, svo
smálaxinn mætti vera í friði sem lengst, og er það skyn-
samlegt, því smálax er einmitt fult eins vel fallinn til að
auka kynið og stórlaxinn. Feddersen segir, að gotstað-
irnir séu helzt inilli vatnanna; en þó eru að líkindum
gotstaðir íyrir neðan Mánafoss, því undir honum hafa
menn orðið varir við staðinn lax seint á sumri, og ó-
líklegt, að liann fari að brjótast yfir fossinn, sem er all-
hár, þegar hann er orðinn mjög staðinn. Sjálfsagt hefir
Laxárvatn verið góður griðastaður fyrir laxinn og gott
liæli fyrir ungviði. En Stefán á Kagaðarhóli segir, að
hætt hafi orðið að verða vart við lax í vatninu, þegar veiði
fór að aukast neðan til í ánni; áður fekk hann 6—8
laxa í silunganet á ári. Laxinn byrjar að ganga niður
seint í sept. Veiði eiga hægramegin Sauðanes, Hnjúk-
ur og Hjaltabakki, vinstramegin Hurðarbak, Holt og