Andvari - 01.01.1901, Síða 101
83
Húnstaðir. Mest er veitt með ádrætti i smáhyljum ná-
lægt Hjaltabakka, og nokkuð í einföld lagnet (möskva-
vídd 2 '/2—2ali"). Frá Hjaltabakka og Húnstöðum er
veitt í félngi, og eru fiað mestu veiðibæirnir: 1896 600
laxar. Öll veiðin var það ár 647 laxar, metnir á
1446' kr. Menn ættu annars að veiða allir í félagi og
veiða í kistu.
Það er til mikils ógagns, að Laxá fellur i Húnaós,
því við hann er oftast krökt af sel, og svo færði ósinn
sig vestur á við 1898, og er nú útfall hans í Þingeyra-
landi, en áður í Hjaltabakkalandi. Síðar heíir dregið úr
veiðinni, því nú er veiddur lax frá Þingeyrum við ósinn.
Á 18. öld féll Laxá til sjávar út af fyrir sig undir mel-
barði fyrir vestan Hjaltabakka að sögn Olaviusar, og þar
mætti veita henni út með litlum kostnaði.
í Jb. Á. M. er sagt að mikil laxveiði haíi verið í
Laxá seint á 17. öld, en hún þvarr alveg, þegar Þorleif-
ur Kortsson og síðar Lauritz Gottrup þvergirti ána með
görðum og kistum. En seint á 18. öld var veiðin kom-
in til aftur, því Olavius telur 3-—400 laxa meðalveiði
í Laxá.
Vatnsdalsá hefir upptök í mörgum vötnum á Gríms-
tungnaheiði og Auðkúluheiði, fellur í nokkrum alldjúpum
kvíslum um framanverðan Vatnsdal, en svo í einu lagi
frá Ási, gegnum stöðuvatn, er nefnist Flóðið, og skiftist
svo nálægt Hnausum í tvær kvíslar, »Kvíslarnar«, er falla
út í Húnavatn. Öll er hún mjög lygn, alt fram fyrir
Grímstungur, með möl eða sandi í botni um framanverð-
an dalinn, en neðantil með sandi eða leðju og töluverð-
um gróðri. Flóðið er mjög grunt, með miklum jurta-
gróðri, og fyllist óðum. Eftir sögn Jóns Hannessonar,
bónda i Þórormstungu, gengur stórlax fyrst í ána um
miðjan mai, en smálax ekki fyrr en í ágúst og hættir í
u*