Andvari - 01.01.1901, Síða 102
§4
dgústlok, og Björn Sigfússon alþtn. á Kornsá sagði, að
laxinn gengi ekki fyr en i júní frain hjá Grimstungum.
Þrem dögum eftir góða veiði í Húnaósi verðnr vel vart
við hann frammi í ánni, og ætti hann þá að vera 3 daga
á leiðinni frá sjó og fremst í Vatnsdal. Jón hefir aldrei
tekið eftir lús á laxi. Laxinn fer að ganga niður í sept.
og alt af, ef snjóar ofan undir bygð. A vetrum verður
lítið vart við hann í ánni. Mikið er um hornsíli í síkj-
um meðfram ánni og oft verður vart við mikið af smá-
seiðurn eftir flóð á vorin. Verða þau eftir i síkjurn og
farast, ef síkin fyllast af snjó. Ain botnfrýs víða. £kki
vita menn um riðstaði.
Veiði er stunduð í Vatnsdal í félagi frá' Ási, Þór-
ormstungu, Saurbæ og Haukagili, og svo frá Grímstung-
um, og eingöngu með ádrætti, því áin er rnjög vel lög-
uð íyrir hann. Hefir stundum verið dregið daglega á
á svæðinu frá Grímstungum út að Hofi, svo rækilega, að
enginn lax hefir sloppið. Svo er lítið eitt veitt frá
Vatnsdalshólum, Bjarnastöðum, Hnausum og Steinnesi.
Síðustu 20 ár hefir veiðin ávalt verið lítil, nerna eitt ár,
og i surnar veiddist með betra móti. 1896 veiddust í
Vatnsdalsá 132 laxar á 435 kr. Meðallax er 10 pd., en
stærstan lax hefir Jón séð 3 5 pd.; hann var veiddur í
sept. og mjög magur. 20 pd. laxar eru sjaldgæfir.
I Húncivatni er laxveiði frá Geirastöðum, Þingeyrum,
Akri, Skinnastöðum og Hjaltabakka. Þar er helzt veitt
í lagnet, bæði í ósnum og ofar. í sumar veiddust um
110 laxar frá Þingeyrum i tvær lagnir, og 1896 veidd-
ust frá Geirastöðum 86, Akri 40 og Skinnastöðum 13
laxar. I Húnavatn fellur einnig Giljá, lítil á veiðilaus.
Víðidalsá kemur úr mörgum vötnum á Grímstungna-
heiði. Fellur hún fyrst eftir Víðidal framanverðum og
myndar djúpt gljúfur, Kolugljúfrið, nokkuð fyrir ofan
Víðidalstungu. Steypist hún ofan í gljúfrið í Kolujossi,