Andvari - 01.01.1901, Side 103
85
sem er æði-hár og ógengur fyrir allan fisk. Gljúfrið er
nokkuð langt, og víða ómögnlegt að koma veiðibrellum
við í því. Fyrir neðan gljúfrið er áin lygn og allvatns-
mikil, með sléttum malarbotni, alt út í Miðhóp, sem hún
feilur í i tveim kvíslum. Skamt fyrir utan Yíðidalstungu
feilur Fitjaá vinstramegin í hana, og er í henni lítill,
fiskgengur foss, skamt frá ármótunum. Svo fellur Faxa-
lœkur neðarlega í hana úr Vesturhópsvatni. Eg fór víð-
ast með ánni á svæðinu frá Kolufossi og niður í Hópið.
Bændurnir Kristján í Viðidalstungu, Hannes í Galtarnesi
og Sigurður á Lækjamóti fræddu mig um ána. Einn
mesta veiðibóndann, Pétur á Stóruborg, gat eg ekki
hitt að máli.
Lax verður í fyrsta lagi vart við í ánni um miðjan
maí, en vanalega ekki fyr en í júni, hjá Víðidalstungu
ekki fyr en 7. júní, en áin er í vexti lengi fram eftir,
svo ekki er auðið að fást við veiði fyrr en eftir miðjan
júní. Kemst hann ekki lengra en að Kolufossi, og hefir
góða griðastaði f gljúfrinu, en hann getur komist fram
alla Fitjaá, og hrygnir eflaust í henni; eins sá eg rið-
bletti neðarlega í Kolugljúfrinu, en hvort það er lax eða
urriði, sem hrygnir þar, skal eg láta ósagt. Fyrir nokkuð
mörgum árum brej'ttust ármótin þannig, að nú leitar
laxinn mest í Fitjaá. Einnig gengur lítið eitt af laxi
eftir Faxalæk gegnum Vesturhópsvatn og upp í Reyðar-
læk. Eftir tíðinni fer laxinn að ganga ofan seint í sept.
eða í október, en þó er nokkuð af laxi í ánni fram á
vetur, og sést stundum dauður eftir ísruðninga. Hjá
Víðidalstungu veiðist oft bezt á miðvikud. og fimtud.,
og eftir því ætti laxinn, sem gengur upp Bjargós, að
vera 3—4 daga á leiðinni, et hann þá ekki er lang-
dvölum í Hópinu (sjá siðar). Kristján hefir aldrei séð
lús á laxi. Oft eru laxar selrifnir eða með netaförum.
Helztu veiðibæirnir eru Viðitalstunga, Auðunarstaðir,