Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 104
86
Galtanes, Þorkelshóll, Titlingsstaðir, Siða og Stóraborg.
Er nú eingöngu veitt með ádrætti og er áin mjög
vel löguð fyrir hann. Frá Viðidalstungu er nú helzt veitt
í keri einu undir fossinum í Fitjaá. Liggur lax þar oft
fram í sept. Kristján telur meðallax í Fitjaá 8 pd., en
nokkuð vænni (um io pd.) i Víðidalsá. Stærstan lax
hefir hann fengið 28 pd. Síðustu rúm 20 ár þykir veið-
in miklu minni en áður, enda hefir veiðin í Bjargós
dregið töluvert frá. I sumar veiddust 80 laxar á Viði-
dalstungu, 189945, 18982 og 1896 104, en þar á undan
mjög lítið í mörg ár; 1896 veiddust 314 laxar alls i ánni
á 990 kr. Um miðja 19. öld var ekki farið að veiða
lax á Borg né Þingeyrum; var veitt langt fram á haust/
og að eins með ádrætti, og veiddist oft vel. — Olavius
getur um, að laxakista sé í Víðidalsá og önnurí Fitjaá, en
gefur annars engar upplýsingar um veiðina, en i byrjun
18. aldar var, samkv. jb. A. M., mjög lítið stunduðveiði
í ánni.
Víðidalsá fellur eins og áður er sagt í Miðhópið og
fellur Bjargós úr því til sjávar. I ósnum er nú aðallax-
veiðistöðin í Húnavatnssýslu og eiga Þingeyrar allan ve.iði-
rétt þar. Er veiðin rekin meo mikilli atorku af eiganda,
Hermanni alþm. Jónassyni, þrátt fyrir ýmsa erfiðismuni.
Fór hann með mér út að ósnum, sem er klukkust. lesta-
gang frá Þingeyrum. Ósinn er um 3/4 milu á lengd og
alveg sérstakur í sinn'i röð, því hann má heita ótakmark-
aður á annan veginn; sjálfur er hann 20—40 fðm. breið-
ur áll á svæði þvi, sem veiðistöðvarnar eru á, og á vað-
inu rétt fyrir neðan aðallögnina ekki í kvið á hesti á
dýpt; en út frá honum gengur mikill vatnavaðall austur
um allan Þingeyrarsand. Vaðall þessi er næst ósnum um
1 fet á dýpt, en grýnnist svo, að víða að eins vætlar yfir
sandinn. I ósnum er allharður straumur til sjávar, en
hægir, þegar utar dregur og ósinn breikkar, áður en hann