Andvari - 01.01.1901, Page 106
88
eiga í Víðidalsá, hafa mikinn ímugust á nót þessari, sem
eðlilegt er, því það virðist vera gagnstætt anda laxveiði-
laganna, að þvergirða laxleiðina á þann hátt. En hins
vegar má taka það fram, að nótin er svo stórriðin
(6" möskvaleggur), að lax getur vel komist gegnum hana,
ef hann vill, svo framarlega sem hún er ekki strengd
svo, að möskvarnir togni meir á einn veg en annan, og
ef ekki sezt rusl í hana, en það fullyrti Ilermann, að
ekki væri; því lítið eða ekkert berst af slýi, rnosa eða
öðru þess háttar úr Hópinu og auk þess getur laxinn
farið fyrir eystri enda nótarinnar, því þar tekur vaðallinn
við. Víst er það, að lax fer gegnum nótina, eða fram
hjá henni; en ekki er ólíklegt, að lax, einkum stór lax,
fælist hana. Nólin er þó ekki ávalt höfð.
I Hópinu er lítið eitt veitt af laxi í lagnet, helzt frá
Asbjarnarnesi og Þingeyrum. Veiðitími í Vatnsdalsá,
Bjargós, Hópinu og Víðidalsá er frá 15. maí til 15. ág.
Fyrir skömmu reyndu veiðibændur við þessi vötn
að koma á félagsveiði og eftir mikið þras um hlutföllin,
sem veiðin átti að skiftast eftir, gat sýslunefndin samið
reglur fyrir félagsveiðinni vorið 1899 og álti að veiða í
kistu, sem átti að setja í Víðidalsá, rétt fyrir ofan Faxa-
lækjarós, en þessi samþykt náði eipi staðfestingu amts-
ins, svo hún komst aldrei til framkvæmdar.
Miðfjarðará myndast af <Musturá, sem kemur úr
Arnarvatni og fleiri vötnum á Arnarvatnsheiði, og af Núp-
dalsá, en hún er lítil og gengur enginn lax í hana.
Nokkuru fyrir neðan ármót þeirra fellur í hana Vesturá,
sem er afrensli ýtnissa vatna á Tvídægru. Eg fór nteð
ánni alt fram í Vesturárgljúfur og naut ágætrar leiðbein-
ingar og fræðslu síra Þorvalds á Melstað. Miðfjarðará er
allvatnsmikil, nteð mjög jöfnum malarbotni, og víðast
lygn, en kvislast töluvert víða og breytist fljótt í vor-
flóðunum, svo þar sem fyrir skömmu voru góð veiði-