Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 107
89
fljót, eru nú eyrar eða lænur. Þannig skemdust alveg
veiðifljótin hjá Melstað í fyrra. Osinn er allbreiður og
sandrif úti fyrir honum. Aður en Vesturá fellur í ána,
rnyndar hún löng gljúfur fyrir SV Brekkulæk. I þeim
eru margir hyljir og smáfossar. I þessum hyljum eru
aðalveiðistöðvarnar, en á milli góð fylgsni fyrir fisk. Lax
byrjar að sögn Arnbjarnar á Stóraósi jafnvel stundum að
ganga í ána í apríl, en veiði byrjar að jafnaði ekki fyr
en í júníbyrjun, vegna vatnavaxta. 1882 varð ekki vart
við lax fyr en 21. ágúst. Mest gengur af Iaxi í Vesturá
og kemst hann ekki lengra í henni en að Rjúkandafossi,
en i Austurá að Kampfossi. Hvergi gat eg séð riðstaði,
en eflaust hrygnir lax í framánum og við ungviði verður
oft mikið vart í lænum með frarn ánum. Af mýlirfum
er mikið í henni og töluvert af fiskiöndum og urtöndum
á henni. Veiði er stunduð frá nærri 20 bæjum, en mestir
veiðibæir eru Melstaður, Brekkulækur, Krókstaðfy Núp-
dalstunga. Litlatunga og (á síðustu árum) Stóriós. Veiði-
títninn er ’/s—:i,/t. Mest er veitt með ádrætti í hyljun-
um í gljúfrunum, eða í fljótum niðri í ánni, sem er víða
mjög hentug fyrir ádrátt. Síra Þorvaldur sagði, að hann
hefði stórskemt veiðina nieð of miklum ádrætti eitt sum-
ar; en annars álítur hann og Arnbjörn, að það hafi hald-
ið veiðinni við, hve snemma er hætt að veiða á hverju
sumri. Arnbjörn hefir komið upp hjá sér króklögn niðri
undir ósi; það eru 2 net, annað 13 faðma út frá landi
og upp á við, og hitt 16 fðm. frá ytri enda þvernetsins
og beint niður ána. 1. árið, 1897, veiddi hann 13, 1898
28, 1899 36 og 1900 144 laxa. Sel hefir hann fælt frá
ósnum með skoturn, en áður var nokkuð af honum þar.
1896 var öll veiðin í ánni 680 laxar, 2353 kr. virði, —
1899 veiddust 143. Meðallax er 9 pd., stærstur um
30 pd.
Um árnar í Húnavatnssýslu vil eg taka það fram,