Andvari - 01.01.1901, Side 108
90
að veiði hefir hnignað allmikið í þeim síðustu 20 ár.
Það sem einkum hefir dregið úr veiðinni, hygg eg sé of-
mikil veiði á þessu tímabili. Það eru 20—25 ár síðan
að lax varð verzlunarvara á þessu svæði og þá fóru menn
að veiða af meira kappi, bæði ofarlega og neðarlega við
árnar. Það, sem ekki er veitt í lagnet neðan til, er nú
tekið með ádrætti ofantil og árnar eru nærri allar mjög
vel lagaðar fyrir ádrátt, tærar og sléttar í botni, svo það
má auðveldlega »sópa« þær með ádráttarvörpunni, ef vel
er að verið, svo fátt eða ekkert kemst undan. Hinn
mikli selur i Bjargósi og Húnaósi gerir eflaust einnig
rnikið tjón, því líklegt er, að margir laxar snúi beinlínis
frá ósunum vegna selsins, auk. þess sem hann sjálfsagt
etur nokkuð1. . En að ekki sé alt selnum að kenna, má
ráða af því, að lítið er um hann við ós Miðfjarðarár, þó
veiðin sé ekki betri þar en i hinum ánum, og í ósi Blöndu
er enginn selur og engin laxveiði i iienni.
Til samanburðar get eg þess, að i ósi Laxár í Þing-
eyjarsýslu er enginn selur, að ádráttarveiði er lítil sem
engin og veiðin að mestu leyti stunduð af einuna manni,
en þar er engin lmignun á veiðinni; hún er upp og nið-
ur. Húnvetningar vilja, eins og fleiri, gera einhverjar til-
raunir til að tryggja laxveiðina betur. I þeim tilgangi
með fran: var reynt að koma á samveiði í Víðidalsá, og
samveiði álít eg hina beztu tryggingu, ef veiðin er ekki
leigð um lengri tíma. Þeir vilja einnig útrýma selnum
og er það sjáifsagt. Við Húnafjörð og annarstaðar í
nánd við ósa á veiðiám ætti selur að vera ófriðhelgur.
1) Hermann á bingeyrmn fullyrðir, að selur taki varla
lax, þar sem svo djúpt er, að seluriun nái eklci til botns,
en aftur só hann fljotari en laxinn, ef svo er grunt, að hann
nái vel niður, og þá geti hann vel náð laxi; segist haun oft
hafu horft á þess konar eltingaleik. Þetta þykir mór senni-
legt.