Andvari - 01.01.1901, Page 110
92
hér um bil iJ/2 árs gamlir, frá útklakningu talið, og sann-
ar það, að laxungar geti dvalið hér í ám fyrsta veturinn
eftir útklakningu að minsta kosti (sbr. Andv. 1898, bls.
198).
kJIII fæst lítið eitt á silungalóð í Kvíslinni hjá Hnaus-
um, og hann mjög vænn. Einnig gengur hann í Olafs-
fjarðarvatn, er veiddur þar dálítið og seldur til Akurureyr-
ar. Annarstaðar norðanlands hefi eg eigi spurt til hans.
III. Selveiði
V'ið Norðurhand er allmikið af sel og verður þar
vart við flestar eða allar þær selategundir, er annnrs sjást
hér við land. Hin langalgengasta og eina, er telja má
eiga þar heima, er landselurinn. Hann er tíður bæði við
útkjálka og inni í fjörðum. Þannig er töluvert við Langa-
nes, í Þistilsíirði og við Mellrakkasléttu, og er selveiði
stunduð frá mörgum bæjum á Langanesi. Veiddust 1899
8 3 selir (samkv. veiðiskýrslunni). A Melrakkasléttu veidd-
ust 101 selur frá 4 bæjum. — I Axariirði er töluvert af
sel, sem liggur við ósinn á Jökulsá og Stórá (kvísl úr
Jökulsá), eða gengur upp í Jökulsá. Þykir hann spilla þar
silungsveiði, og er von um nokkra laxveiði, ef hann væri
ekki. Hann er veiddur í Jökulsá frá 5 bæjum og veidd-
ist í vor 51 selur alls, mest fullorðnir. — Við Tjörnes
er töluvert af honum og er veiði stunduð þar nokkuð;
1899 fengust 32 rosknir selir og 142 kópar. Við Skjálf-
onda innanverðan er litið af sel. Hann hefur verið fæld-
ur burt frá Laxárósi, en liggur allmikið við ósinn á Skjálf-
andafljóti og veiddur nokkuð frá Sandi og Björgum, alt
að 60 rosknir selir á ári. — Við Skagann milli Skjálíanda
og Eyjafjarðar og á Ej jaíirði er slangur af honum, en