Andvari - 01.01.1901, Page 112
94
liggur uppi á. Veiði er stunduð frá Hindisvík (í skerinu
Fáskrdð), Krossanesi, Stöpum og Bergstöðum. i899 veidd-
ust 80, 42, 13 og 9, eða alls 144, mestalt kópar. —
Við nesið milli Miðfjarðar og Hrútafjarðar er og töluvert
af sel. Veiddust þar 1899 81 selur, flestalt kópar.
Helztu veiðibæir þar eru Bálkastaðir, Utibliksstaðir og
Sandar. — Oll selveiðin í Húnavatnssýslu var 1899,
samkvæmt veiðiskýrslunum, 535 kópar og 60 rosknir
selir. Sé hver selur metinn á 8 kr. og kópurinn á 4 kr.,
þá verður þessi selveiði rúmlega 2600 kr. virði. Tæpur
helmingur veiddist við ósana, sem falla í Húnafjörð, og
tæpur fjórði partur, eða 33—1—85 selir, 600 kr. v.irði, í ós-
um iaxveiðiánna, sem falla í fjörðinn, og 600 kr. virði
var veiðin í þeim 1896. En laxveiðin í þessum ám var
um 5500 kr. virði 1896 og um 1200 kr. 1899 (reiknað
eftir verði á laxi 1896). I sumar var laxveiðin á Þing-
eyrum um 2000 kr. virði, reiknað á sama hátt. Við þetta
bætist silungsveiðin. í sumar var líka óvenjumikil sel-
veiði í Bjargaósi og Húnaósi, sem kom af því, að menn
reyndu að fækka selnum. Þessar tölur sýna, að ekki þyrfti
laxveiðin og silungsveiðin að aukast mikið til þess, að
bæta upp selveiðina á þessum stöðum, ef sel yrði útrýmt.
Aðrir selir, er sjást við Norðurland, mega álítast gest-
ír, er við og við korna að ströndnnum frá heimkvnni
sinu við ísinn á Norðurishafinu. Tiðastur af þeim er
vöðuselurinn og kernur helzt á eystri firðina, Eyjafjörð og
lengra austur. A Skjálfanda fer að verða vart við hann í
nóvember og á síðari árum fyrri og fyrri. Um
1870 kom hann ekki fyr en í marz. Hann fór aftur
seint í maí. Annars eru mjög áraskifti að honum.
Veturinn, sem leið, var mikið af honum á Axarfirði,
en lítið á Skjálfanda. Nú er hann skotinn dálítið
úti á flóanum, en áður var hann alment veiddur í nætur;
því var hætt 1876. A Eyjafirði var mikið af honum