Andvari - 01.01.1901, Síða 113
95
fram til 1880 og kom þá á jólaföstu. En síðan hefur
verið lítið um hann. Kemur hann nú um nýársleytið
og fer alveg um krossmessu. Þó fer kæpan í miðgóu
(til að kæpa) og kemur aftur viku fyrir sumar. Lifir hann
þar einkum á síld og »selögn«, smákrabbategund?, en legst
á annan fisk, ef hún er ekki. Menn ætla að hann sæki
fisk til botns á 60 föðm. Segja sumir menn, að þorsk- •
ur verði úteygur af »selótta«, en líklegra er, að hann
verði úteygur af þrýstingsbreytingunni, þegar hann er dreg-
inn..— Af blöörusel kemur einnig töluvert á Eyjafjörð
og hefur hann aukist þar á síðustu 20 árum. Hann kem-
ur nokkuru seinna en hinn og fer aftur um líkt leyti.
Þykir hann flæma fisk likt og hinn. Hann sést einnig
oft á Skjálfanda, en ekki márgur. Þessir selir eru veidd-
ir töluvert á Eyjafirði, skotnir á síðari árum. Fyrrum
skutluðu menn þá á sérstökum selabátum, mjóum og
löngum, völtum og mjög hraðskreiðum. Hinn síðasti af
þeim er nú í Hrísey. -— Kápurnar af þessum selum eru
hafðar til hákarlabeitu; fá menn 20—45 aura fyrir pd. í
í vöðuselskápu, og blöðruselskápa getur orðið alt að 100
kr. virði. — Sjaldgæfari selir, er koma á þessa firði, eru
kampselur og hringanóri (alltíðir á Skjálfanda og Skagafirði
á síðari árum), vigraselur og sketnmingur. Hinir tveir síð-
asttöldu eru þó að likindum ekki sérstakar tegundir.
Rostungur einn var á Eyjafirði, Skjálfanda og Axarfirði
vorið 1899, en fór aftur. Selir þeir, er koma utan af
hafi, eru við Eyjafjörð og Skjálfanda nefndir sameiginlega
»útselir«. En selur sá (haustselurinn), er á suðvesturlandi
er nefndur útselur, virðist vera óþektur á þessu svæði.—
Olavíus getur um, að vöðuselaveiði sé vel stunduð við
Skjálíanda og víðar norður með, en ekki við
Eyjafjörð, þótt selurinn sé þar einnig. Landselveiðar
voru þá á sömu stöðum og nú, og var þá mikið um hann
á Eyjafirði. í byrjun 18. aldar var einnig líkt um land-