Andvari - 01.01.1901, Síða 114
96
selaveiðar samkv. Jb. Á. M., en getið nm, að þær haíi
þá (1712) brugðist 30—60 ár við Eyjafjörð austanverðan,
og í Skjálfandafljóti í 20 ár. Um Húsavík og Bakka við
Skjálfanda er það tekið fram, að þar hafi verið góð vöðu-
selaveiði síðustu 3—7 ár, en þar á undan hafi hún alveg
brugðist um 60 ár, eða lengur, en hafi fyr meir verið
'góð. Framan af 19. öldinni segir Þ. Guðjohnsen, að
vöðuselaveiði hafi brugðist um langan tíma á Skjálíanda.
IV. Fiskiveiöar í sjó
eru stundaðar meir eða minna fyrir öllu Norðurlandi, og
hafa verið frá fornu fari, en það hafa orðið miklar
breytingar á þeim á síðasta þriðjungi hinnar 19. aldar,
eins og á Austfjörðum, því þar sem menn áður stund-
uðu sjó að eins til þess að afla sér daglegs viðurværis
eða til þess að geta fúllnægt þörfum sveitamanna, þá
fóru menn að verka fisk til útflutnings um 1870 og það
hafði t för með sér, að menn tóku að leggja meira kapp
á fiskiveiðar en áður og ýmsar umbætur á veiðiaðferðum
og veiðarfærum. En þessar breytingar hafa ekki orðið
alstaðar jafnsnemma, því sumstaðar eru þær að eins að
byrja. Útlendingar hafa ekki átt mikinn þátt í þeim,
nema að því er viðvíkur síldarveiðum á Eyjafirði. Fær-
eyingar hafa t. d. ekki sezt neitt að ráði að á Norður-
landi. — Fiskiveiðum norðanlands ætla eg að skifta i
vanalegar fiskiveiðar (þorsk- og ýsuveiðar), sildarveiðar og
hákarlaveiðar. Um svæðið frá Langanesi og að Tjörnesi
fór eg ekki og ætla því ekki að tala um það hér, nema
að eins geta þess, að þar eru fiskiveiðar rnjög lítið eða
ekkert stundaðar, nema nokkuð á Langanesi.
a. V a n a 1 e g a r f i s k i v e i ð a r.
Þær eru alment stundaðar frá því á vorin í maí eða
júní og fram til jóla, eða jafnvel fram yfir nýár, ef tíðin